Úrval - 01.07.1971, Blaðsíða 16

Úrval - 01.07.1971, Blaðsíða 16
14 ÚRVAL áfram að ræða við hann af stökustu þolinmæði, næstum því vinsamlega. Og loksins kom að því þann 12. febrúar árið 1970, að Patterson tók að leysa frá skjóðunni og skýra frá því, sem hann vissi um barnsránið. Hann sagðist hafa hitt Miller ár- ið 1962 og síðar unnið með honum að allmörgum ránum. Svo fór Mill- er að tala við hann um barnsráns- fyrirætlanir í ársbyrjun 1967. Starf Millers á vegum Rannsóknardeildar skattþjónustunnar hafði veitt hon- um aðgang að leynilegum upplýs- ingum um auðugt fólk. Og hann sýndi Patterson lista með fjölda nafna slíks fólks. Þar á meðal var nafn Youngs. Miller ók Patterson í bíl, sem var í eigu ríkisstjórnarinn- ar, að gömlu, yfirgefnu Grefco- námunni og sagði, að þetta væri al- veg tilvalinn staður til þess að geyma fórnarlambið. Og aðfarar- nótt 2. apríl óku þeir Miller og Patt- erson í tveim bifreiðum til Beverly Hills. Miller afhenti honum labb- rabbtæki og sagði honum að bíða sín á nálægu götuhorni og gefa sér aðvörunarmerki með hjálp tækisins, ef einhver nálgaðist. Næsta dag gaf Miller honum svo 1000 dollara í 20 dollara seðlum án nokkurra skýr- inga. Þegar Patterson sagði Miller frá því nokkrum vikum síðar, að hann hefði verið yfirheyrður af Alríkis- rannsóknarlögreglunni, svaraði Mill- er: „Ef þú flækir mér í þetta, skal ég ganga rækilega frá þér.“ Var Patterson að segja satt? Hann var fyrsta vitnið gegn Miller og mjög hættulegt vitni fyrir sakborn- inginn. Málið gæti farið fyrir yfir- kviðdóm, ef hægt væri að styðja framburð Patterson með einhverj- um sönnunargögnum. Nú voru að- eins tveir mánuðir eftir, þangað til sökin mundi fyrnast, ef engin mál- sókn hæfist fyrir þann tíma. Og því hraðaði Alríkisrannsóknarlögreglan rannsókninni. Miller brosti með fjrrirlitningar- svip að ásökunum þessum og neitaði öllu. Hann var mjög óvenjulegur maður á ýmsan hátt. Hann hafði verið starfsmaður Rannsóknardeild- ar skattþjónustunnar frá 1964 og var álitinn hafa góða þekkingu á rann- sóknar og leitartækjum af ýmsutagi, einnig ýmsu því, er snerti öflun vél- ritaðra sönnunargagna með grein- ingu ýmissa ritvéla- og leturgerða og einnig því, er snerti starfsemi svissneskra banka, þar sem hægt var að leggja fé á númeraða, nafn- lausa leynireikninga. Eitt sinn hafði hann Iverið: að ræða hugsanlega glæpi við einn starfsfélaga sinn, og þá hafði hann sagt, að hægt vær.i að geyma ránsfé og svikafé, þannig að lögreglan eða skattstofan næði alls ekki til þess. Hann sagði, að það þyrfti ekki annað en að af- henda það sendiboða frá svissnesk- um banka. Listamenn í þjónustu Alríkis- rannsóknarlögreglunnar breyttu nokkrum ljósmyndinn, þar á meðal einni af Miller, með því að bæta inn á þær sólgleraugum, er féllu þétt að andlitinu, og óeðlilega reglulegri hársrótalínu, líkt og Young hafði lýst. Svo spurðu rann- sóknarlögreglumennirnir Young, hvort barnaræningjann væri að finna á myndum þessum. Og þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.