Úrval - 01.07.1971, Blaðsíða 34

Úrval - 01.07.1971, Blaðsíða 34
32 ÚRVAL Að baki eyðilagðs lífs og hinnar geigvænlega vaxandi glæpaöldu býr sú hneykslanlega staðreynd, að það er bandamaður Bandaríkjanna, sem sér bandarískum neytendum fyrir eiturlyfjabirgðum. 80% af heroini því, sem neytt er í Bandaríkjunum, er upprunnið í Tyrklandi, sem er einn af hornsteinum Atlantshafs- bandalagsins og tryggur stuðnings- maður bandarískrar utanríkisstefnu. Nixon forseti hefur viðhaft þessi orð í einkaviðræðum: „Ef tækist að stöðva eiturlyfjastrauminn frá Tyrk- landi, væri miklu áorkað. í raun- inni væri eiturlyfjavandamálið þá að miklu leyti leyst.“ En „tyrkneska vandamálið," eins og það er kallað í Washington, hefur reynzt vera ákaf- lega erfitt viðureignar. Hinn ban- væni straumur tyrknesks heroins til Bandaríkjanna heldur áfram þrátt fyrir persónuleg afskipti forsetans af málinu og endalausar og erfiðar samningaumræður meðal embættis- manna á æðstu stöðum. FALLEGUR VALMÚI í tvær árþúsundir hafa bændur á hinum eyðilegu hásléttum í Ana- toliu í suðvesturhluta Tyrklands dregið fram lífið með því að rækta hveiti, bygg og ópíum. Fræin úr ópíumvalmúanum eru notuð til matseldar, og búfénaðurinn étur leggina. Fullorðið fólk gleypir þar örlitlar ópíumagnir við verkjum og sem kvefmeðal. En þar verða engir eiturlyf j aney tendur. Sáð er í akrana á haustin. Þegar komið er fram á vor blómstrar hinn fallegi ópíumvalmúi hvítum, bláum og rauðum blómum um gervallt svæði þetta. Heilu svæðin eru sem óslitin blómabreiða, þegar litið er yfir akrana. Nokkrum vikum síðar falla blómablöðin, bóndinn gerir skurð á fræbelginn og ,,mjólkar‘“ jurtina. Hvítt efni seytlar þar út og harðnar. Þetta er ópíumið. Daginn eftir er það svo skafið af og hnoðað saman í límkenndar kúlur, sem lykta illa. Samkvæmt opinberum fyrirmæl- um á aðeins að selja ópíumið til tyrknesku ríkiseinkasölunnar „To- prak“, sem selur síðan til lyfjaverk- smiðja um víða veröld. En lítil til- raun er gerð til þess að hafa eftir- lit með dreifingu ópíumsins, og þannig lendir mikill hluti uppsker- unnar í hendur þeirra, sem stunda ólögleg ópíumviðskipti. Bandarískir og tyrkneskir embættismenn vita um nöfn helztu ópíumkaupmann- anna, en þeir geta lítið gert í máli þessu. Ópíumkaupmennirnir kaupa aldrei né selja beint, heldur í gegn- um leppa og hafa þar að auki „gervifyrirtæki“ til slíks. Þeir eru umkringdir aðstoðarmönnum og líf- vörðum og snerta aldrei ópíumið sjálfir. Þegar búið er að safna ópíuminu úr jurtinni, er það soðið, þar til það verður lyktarlaust hrámorfín. Þann- ig minnkar fyrirferð þess um 90%. Svo er því smyglað til Marseille í Suður-Frakklandi. Sumt fer þangað sjóleiðis, en á undanförnum árum hefur mest af því verið flutt land- leiðis í bifreiðum. f bifreiðunum eru faldir geymslustaðir víðs veg- ar í skrokknum, einnig neðst í bensíngeymnum, sem hafa þá tvö- faldan botn og leynihólf á milli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.