Úrval - 01.07.1971, Blaðsíða 40

Úrval - 01.07.1971, Blaðsíða 40
38 ÚRVAL eiturlyfjaneytenda hafa vaxið um 400% á tveim árum í 24. umdæmi New Yorkborgar. Og jafnframt þess- ari útbreiðslu eiturlyfjaneyzlunnar hefur kærum um þjófnaði og rán fjölgað ofboðslega, og er tala þeirra nú miklu hærri en hún hefur nokkru sinni verið. í rauninni eru 30—40% allra glæpa, sem framdir eru í um- dæminu, „tengdir eiturlyfjum". í New Yorkborg eru a. m. k. 100.000 heroinneytendur, og allt þetta fólk verður að afla sér um 40 dollara á dag. Þetta þýðir, að eit- urlyfjaneytendurnir verða að stela fyrir rúmlega 1.5 billjón dollara af borgarbúum á ári hverju. En þessi upphæð er aðeins örlítill hluti hins raunverulega kostnaðar af eitur- lyfjaneyzlunni. Hinn raunverulegi kostnaður er dauði New York sem borgar, er fólk, sem á nokkurra annarra kosta völ, vill búa í. Þeir, sem hafa efni á, eru því sem óðast að yfirgefa New York- borg. Þeir kjósa það heldur en að verða að lifa lífi sínu í stöðugum ótta. Og New Yorkborg mun því, er tímar líða fram, verða eins og kjarnalaust hismi, nema unnt reyn- ist að stöðva útbreiðslu heroin- neyzlunnar og draga úr henni. Borgin mun þá hafa misst mikinn hluta skattborgara sinna, þannig að hana mun sárlega skorta skatt- stofna. Þar munu þá aðeins búa mestu fátæklingarnir og fáeinir auðkýfingar, sem eru nægilega rík- ir til þess að geta einangrað sig í vörðum virkjum, umkringdir myrk- viði óttans allt í kring. New Yorkborg er alls ekki eina bandaríska borgin, sem komin er á þennan dauðalista. Tilvera hússins númer 9 við Vestra 102. Stræti tákn- ar því þetta: gera verður hvaffa ráðstafanir sem eru, hversu rót- tækar sem þær kunna að virðast, ef þær virðast lofa nokkrum árangri í baráttunni við stöðuga útbreiðslu „heroinsýkinnar" Og þessar ráð- stafanir verður að gera mjög bráð- lega. Bandaríkin verða að setja það á oddinn í stefnu sinni, einkum ut- anríkisstefnu, og þá sérstaklega hvað snertir Tyrkland, helztu hero- inuppsprettuna, að ráðstafanir verði gerðar, sem stemmt geti stigu við framleiðslu og dreifingu þessa borg- areyðandi eiturlyfs. Hver sá, sem hefur kynnt sér þetta vandamál ýt- arlega, getur ekki komizt nema að einni niðurstöðu: Það væri Banda- ríkjunum miklu fremur í hag, ef Tyrkland væri eitt af kommúnista- ríkjunum, því að kommúnistaríkin hafa geysistrangt eftirlit með val- múarækt, heldur en bandamaður innan Atlantshafsbandalagsins, sem birgir stórborgir okkar upp af tækj- um, sem notuð eru til eyðileggingar þeirra. Þótt rétturinn til hess að tala sé upphaf frelsisins, þá er nauðsyn þess að hlusta, það sem gerir þann rétt þýðingarmikinn. Walter Lippmann...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.