Úrval - 01.07.1971, Blaðsíða 68

Úrval - 01.07.1971, Blaðsíða 68
66 TJRVAL þessari örvæntingu. Hann hafði að vísu litla reynslu, hvað blaðaskrif og blaðaútgáfu snertir, og hann hafði aðeins fornfálega ritvél og slitinn fjölritara. En hann hóaði samt nokkrum sjúklingum saman og hóf útgáfu vikulegs fréttablaðs, sem bar heitið „Stjarna 66“. (Carville gekk þá undir nafninu ,,Bandarískt sjómannasjúkrahús númer 66“). Hann birti þar skrýtlur og gaman- sögur um ýmislegt, er snerti menn og málefni í sjúkrahúsinu. Einnig birti hann þar upplýsingar fyrir fram um kvikmyndir, en þær voru sýndar hálfsmánaðarlega, ýmiss konar keppnir og jafnvel dálk með ráðum til ástfangins fólks (sem skrifaður var af Stanley sjálfum). Þegár hann birti boð til „þeirra, sem eru svolítið einmana", um að líta inn í skrifstofu blaðsins, varð litla skrifstofan brátt svo vinsæll sam- komustaður, að hann gat varla gengið frá blaðinu. Brátt komst hann að því, að blað þetta gat orðið öflugt vopn i bar- áttunni fyrir breytingum á sögum sjúklinganna. Hann skrifaði grein- ar til stuðnings kröfum um nýjar kvikmyndasýningarvélar og betri kvikmyndir, og þessi nýju tæki voru látin í té, eftir að yfirskurð- læknirinn hafði lesið þær. Fólk stöðvaði Stanley á gangstígunum, tók í höndina á honum og sagði: „Þetta er orðinn sem nýr staður, eft- ir að þú komst.“ í augum sjúklinga og starfsliðs í Carville var það .furðuleg hugsun, að það virtist sem guð mundi raunverulega hjálpa þeim, sem hjálpuðu sér sjálfir. Þessi velgengni varð Stanley til mikillar hvatningar, og hann hófst því handa á öðrum sviðum. Hann skipulagði leikflokk og sviðsetti ágætar leiksýningar. Hann hafði svokölluð gjafakvöld og ýmislegt annað til gagns og gleði, er allt miðaði að því að vekja og auka samhug sjúklinganna, þannig að þeir litu á sig sem meðlimi í einni fjöl- skyldu. „Fólk var óðum að ganga í lið með, okkur,“ sagði Stanley. SLEITULAUS KROSSFERÐ En líkamsástand Stanleys versn- aði, þótt hin andlega líðan hans batnaði. Eina læknisaðferðin við holdsveiki var þá notkun chaulmoo- fraolíu, og hún hjálpaði honum alls ekkert. Hann fór að missa tilfinn- ingu í höndunum. Hann fékk líka sár á andlitið, og brátt missti hann sjón á vinstra auga. Er líkamsástandi hans hrakaði, tók hann til að læra allt, sem hann gat lært, um sjúkdóm þann, sem kvaldi hann. „Ég varð fyrst undr- andi yfir því að komast að raun um, að einkenni þess sjúkdóms, sem kallaður er „líkþrá" í biblíunni, eru alls ólík einkennum þess sjúkdóms, sem olli því, að ég var sendur til Carville,“ sagði hann við mig. Hann sagði, að holdsveiki orsakaðist nú af gerli, sem fannst fyrst árið 1874 af Gerhard H. A. Hansen í Noregi. Geril þennan er venjulega aðeins að finna í hlýju lofstlagi, og hann er ekki nærri eins banvænn og krabbamein, og sjúkdómurinn, sem hann veldur, er einna minnst smit- næmur allra sjúkdóma. „Gerirðu þér grein fyrir því, að þau 76 ár, sem Carville hefur verið til, hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.