Úrval - 01.07.1971, Blaðsíða 76

Úrval - 01.07.1971, Blaðsíða 76
74 sem Gowon hefur gerzt talsmaður fyrir. ENGIR SÖKUDÓLAR Hvernig er unnt að útskýra svo skjótar sættir? Aðalástæðan virðist vera sú, að Gowon hefur með góð- um árangri skírskotað til kynþátt- arstolts negranna, er hann hvatti hina ólíku og ósamstæðu ættflokka landsins til þess að sameinast um draum hans um að sanna, að svart fólk hafi þær gáfur, þá skipulagn- ingarhæfileika, þann siðferðisstyrk og járnvilja til að bera, sem nægi til þess að skapa raunverulega mikla þjóð. Hann segir, að Nigería verði að halda áfram að vera sam- einuð og að hún verði að ná settu marki, vegna þess „að fólk af afr- ískum kynstofni um víða veröld álítur Nigeríu vera von hins svarta manns og tæki hans til þess að öðl- ast sjálfsvirðingu og lyfta sér hvar- vetna upp úr niðurlægingu." Gowon skýrði mér frá því, að það hefði valdið reiði hans að sjá sann- anir þess, að tilraunin til aðskilnað- ar Biafra hafi verið gerð vegna þess að sumir landar hefðu látið blekkj- ast af hvítum mönnum, sem vildu endilega búta Nigeríu niður eftir „Balkanríkjakerfinu“. Hann áleit uppreisnina vera enn eina nýlendu- stefnutilraun til þess að halda svört- um ríkjum á stigi smáríkja, sem væru hernaðarlega vanmáttug, efna- hagslega ósjálfstæð og í rauninni á valdi hvers þess stórveldis, sem stæði bezt að vígi til þess að not- færa sér náttúrugæði þeirra til arð- ráns. Gowon er engra þjónn. Og það ÚRVAL tekst heldur engum að leika á hann. Hann gerir sér grein fyrir mögu- leikum Afríku, sem hefur aðeins þriðjungi fleiri íbúa en Bandarík- in þrátt fyrir risastærð sína. Hann veit einnig, að Afríkumenn eru með- al fátækasta fólks veraldarinnar, þótt meginland þeirra eigi næstum 4/5 hluta alls gulls heimsins, 95% af demöntunum, % hluta af kakó- og pálmaolíukjarnaframleiðslunni og einnig mikinn hluta af kopar, úran og cobaltbirgðum heimsins. Hann segir, að núverandi ástand sé aðeins afleiðing yfirráða útlendinga yfir Afríku kynslóð fram af kyn- slóð. Gowon álítur, að önnur bölvun nýlendustjórnar og nýlendustefnu sé sú, að Afríka er nú sundursneidd í yfir 50 lönd og stjórnarsvæði, og landamæri stíi oft í sundur heilum ættflokkum og að ekkert tillit hafi verið tekið til eðlilegra landamæra við þessa skiptingu, heldur sé þar aðeins um að ræða afleiðingar af samkomulagi milli Breta, Frakka, Belgíumanna og Portúgala, sem þeir gerðu með sér, meðan samkeppni þeirra um nýlendur var sem áköf- ust. Hann segir enn fremur, að hin upphaflega skipting Nigeríu sjálfr- ar í þrjú fylki, sem Bretar fram- kvæmdu, hafi verið óskapleg mis- tök, sem valdið hafi miklu tjóni. Sumir af áköfustu aðdáendum Gowons hafa látið í Ijósi ótta um, að kynþáttabeiskja sú, sem stríðið kynnti undir, væri að leiða hann út í kynþáttastefnu, sem einkenndist af andúð á hvíta kynstofninum og mundi því loka Nigeríu fyrir er- lendu framkvæmdafjármagni og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.