Úrval - 01.03.1975, Page 3
2. hefti
34. ár
Úrval
MarS
1975
Nú hallar að vori, enn einn vetnr er senn að baki. Að vísn
getur enn syrt i álinn og gert élin svört, jafnvel frostkafla, en
einlivers staðar segir, að illa dugi aprílsnjórinn og vissulega
lxöfuni við leyfa til að vona, að við sleppum við öll meiri hátt-
ar kuldaköst og vorið verði gott.
Sá vetur, sem nú er senn að baki, hefnr orðið landinu þung-
ur á einn og annan hátt. Ekki þarf að minna á þær náttúru-
hamfarir, sem orðið hafa, né snjóalög og annað, sem veturinn
hefur liaft i för með sér. Því miður er annálaritun aflögð með
þeim hætti, sem hún einu sinni var. Þó munu fréttir ekki í
annan tima hafa verið hetur skrifaðar á íslandi en hjá annála-
riturum fortíðarinnar, þegar þeir afgreiddu heil ár með lýsandi
heiti.
Ekki ætla ég mér að feta í þeirra fótspor, en á nokkur hæfi-
leg heiti má benda. Ég læt mér detta í hug, að einhver hefði til
dæmis fundið upp á þvi að kalla veturinn „Snjóflóðaveturinn
mikla“ eða hér sunnanlands „Rokaveturinn mikla“. — Hugsa
mætti sér, að annálaritari afgreiddi þennan vetur til dæmis
með þessum orðum:
„Snjóflóðaveturinn mikli. Þá át þjóðin upp gjaldeyrisforða
sinn og gengið féll jafnt og þétt. Láglaunamenn fengu hætur.“
— Þarf að segja mikið meira?
Hér kemur mars hefti Úrvals, 34. árgangs. Við færumst nú
óðum nær því að koma blaðinu út á réttum tíma, og má nú
ástandið kallast viðunandi. Við væntum þess, að nú þurfum
við ekki að dragast aftur úr á nýjan leik, heldur flutt lesend-
um sem fjölbreyttast efni sem næst hverjum mánaðamótum.
Markið er nii ekki langt undan.
Við óskum lesendum Úrvals gleðilegra páska.
Ritstjóri.