Úrval - 01.03.1975, Síða 4
2
ÚRVAL
Það var langt liðið á nóttina, og
náunginn, sem var í gistingu hjá
vinkonu sinni, fór að gefa frá sér
undarlegustu hljóð. Þegar tátan
hafði vakið hann, fór piltur að
skýra fyrir henni, hvers konar mar-
tröð hann hefði fengið. í stuttu
máli var draumurinn á þá leið, að
piltur dinglaði í lausu lofti fram af
þverhnípi, en hélt dauðahaldi í
smá grastó, á ystu nöf.
—■ Þú ert ekki í neinni hættu,
og slappaðu nú af, sagði vinkonan.
— Já. Þetta er allt í besta lagi,
muldraði félagi hennar. — Farðu
nú aftur að sofa, ástin, sagði hann.
—■ "Ég geri það, þegar þú ert bú-
inn að sleppa takinu á grastónni.
Frjáls verslun.
☆
— Af hverju kemur þú konu-
laus?
— Af því að konan mín er í
slæmu skapi.
— Hvernig stendur á því?
— Ég vildi ekki taka hana með.
Frjáls verslun.
— Hvers vegna í ósköpunum
kemur þú svona seint heim? spurði
frúin reið, þegar bóndinn kom um
miðnæturleytið.
— Vertu ekki reið, elskan. Mér
var boðið á Sjö stelpur eftir vinnu.
☆
Þau sátu og horfðu á sjónvarp-
ið. Þetta var ein af þessum mynd-
um, sem sýndar eru á miðvikudög-
um og laugardögum. Þau ræddu
það sín á milli, hvað myndin gæti
verið gömul.
— Hún er að minnsta kosti MJÖG
gömul, sagði frúin. — Kjóll aðal-
kvenhetjunnar er eins og kjóllinn
minn.
☆
Gamli sjómaðurinn var í heim-
sókn hjá bróður sínum uppi í
sveit. Bróðirinn var fjarska guð-
hræddur, svo það varð ekki hjá
því komist að fara í kirkju á sunnu-
deginum.
Presturinn var sérlega vel upp
lagður þennan dag og talaði mjög
lifandi um syndarann, sem mátti
líkja við skip í hafsnauð.
— Bylgjurnar dynja á flakinu?
þrumaði hann. — Seglið er farið
í hengla, möstrin brotin, stýrið
tapað og skipið rekur móti landi.
Er ekkert til í öllum heiminum,
sem getur bjargað þessu ógæfu-
sama skipi?
Sjómaðurinn var gjörsamlega
heillaður, og þegar hér var komið
sögu, spratt hann á fætur og hróp-
aði:
— Pi'ófið akkerin, í andskotans
nafni!