Úrval - 01.03.1975, Side 6

Úrval - 01.03.1975, Side 6
4 ÚRVAL ár, spáði stjörnuspekingurinn Char- les Jayne, sem athugaði horfurnar fyrir Thomas Dewey og Truman, að sá síðarnefndi mundi sigra. Og svo varð. Árið 1804 spáði breskur stjörnu- spekingur á þessa leið: „Ef hertoginn af Wellington og Napóleon eiga eftir að mætast í orrustu, mun Napóleon hafa mið- ur og aldrei stjórna her framar á vígvelli." Þetta var 11 árum fyrir orrust- una við Waterloo. Hins vegar má geta þess, að Je- ane Dixon, stjörnuspákona, sagði Walter Reuther verða í framboði til forsetakjörs árið 1964, en svo varð þó ekki. Stjörnuspámenn spáðu miklum flóðum 1186 og 1524, en svo varð ekki. Fimmta febrúar 1962 sátu helgir menn Hindúatrú- ar heila nótt og biðu heimsendis —- sem hafði verið spáð af indversk- um stjörnuspekingum vegna af- stöðu sólar, mána og sex reiki- stjarna í sérstöku stjörnumerki. Árið 1939 spáðu helstu stjörnu- spekingar Bretlands, að ekki yrði styrjöld á næstu árum. Athugun, sem gerð var á spádómum þriggja vinsælustu stjörnuspekinga Eng- lands nú nýlega, sýndi, að af 30 spám þeirra rættust flest tólf og fæst fjórar. Flestum þykir gaman að trúa stjörnuspám. Fólki finnst kítlandi að vita gæfu sína fyrirfram og bú- ast við því, sem hún veitir. Hins vegar telur það sér hag í því, ef hægt er að sjá fyrir hið verra og draga úr áhrifum þess. Enn þann dag í dag fylgjast milljónir manna með 5000 ára stjörnuspám og gera áætlanir um ævi sína samkvæmt himintunglum. Líklega munu um 750 bandarískir „stjörnuspekingar" hafa atvinnu af kortlagningu him- inhnatta til að gera fjöldanum til hæfis. Tímarit þeirra berast víða. Fyrir 20 árum birtu 100 dagblöð dálka um stjörnuspár. Nú munu slíkir dálkar vera í 2000 blöðum. „Fæstir vilja viðurkenna trú sína á þetta,“ segir einn „spekinganna", en níu af hverjum tíu vita samt undir hvaða stjörnumerki þeir eru fæddir." Stjörnuspekin er komin frá Ba- byloníumönnum, sem kortlögðu gang stjarnanna í turnum mustera sinna. í þá daga voru stjörnuspár eingöngu gerðar fyrir konunga og þegar taka skyldi mikilvægar ákvarðanir í stjórnmálum. En slíkt fór fram á þann hátt, að innbyrðis afstaða stjarnanna hverrar til ann- arrar var mæld og rannsökuð. Nú getur hins vegar hver, sem er, not- ið stjörnuspár. Upphaf stjörnuspár er miðað við fæðingarstund og auk þess lengd- ar- og breiddargráðu þess staðar, sem barnið fæðist á, en það sést auðveldlega á landabréfi. Fæðing- arstund er svo breytt í, „réttan“ staðartíma með því að bæta við eða draga frá — fjórar mínútur fyrir hverja lengdargráðu, sem fæðingarstaðurinn liggur austur eða vestur frá miðstöð „himinbelt- is“ viðkomandi manneskju. Fyrir alla slíka útreikninga eru staðlað- ar töflur, sem gefa nákvæmlega til kynna stjörnumerki og himinbelti þau, sem hér koma við sögu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.