Úrval - 01.03.1975, Page 7
TRÚIR ÞÚ Á STJÖRNUSPÁR?
5
Stjörnumátið sjálft er myndað
úr tveim samstæðum hringum.
Þeim innri er skipt líkt og úrskífu
í 12 ákveðna parta, sem nefnast
„hús“.
Þeim ytri er einnig skipt í 12
sneiðar, sem eiga að tákna 12 mán-
uði ársins.
Þar er ekki einungis dýrshring-
ur sá, sem maður tilheyrir, heldur
einnig allir manns eiginleikar, sem
eru venjulega harla mismunandi.
Maður verður að leggja fram-
tíðarspá og eiginleika við „níu“
tímann í innri hringnum, „húsun-
um“, samkvæmt nákvæmri miðun,
sem stjörnumerkið ákveður. Þá
liggur framtíðarútlitið milli klukk-
an átta og níu í „fyrsta húsi“. —
„Þetta hús“ sýnir hinn ytri per-
sónuleika, þann hluta sem að heim-
inum snýr. Öll önnur tákn rekja
sig síðan samkvæmt aldafornum
reglum um röð stjörnumerkjanna
og merkingar þeirra hvers um sig.
Túlkanir eru samt allmismunandi.
„Annað hús“ táknar þó yfirleitt
efni og peninga, þriðja menntun,
fjórða heimili, fimmta kynþokka og
nautnir, sjötta heilsu og starfs-
háttu, sjöunda hjónaband, áttunda
örlög og dauða, níunda hugsjóna-
líf, tíunda stöðu og samfélagsað-
stöðu, ellefta vináttu og tólfta alls
konar sjúkdóma og böl.
Þegar hvert „hús“ hefur gefið
sín tákn og forspár, kemur maður
aftur frá stjörnubrautinni, sólar-
merkjum, tungli og reikistjörnum
að fæðingarstundinni og spánni er
lokið.
Hvert stjörnumerki hefur þannig
sín sérstöku áhrif. Fyrir fornmenn
voru Saturnus, hin kalda stjarna
dauðans, og Mars, hernaðarstjarn-
an, sérstaklega hrollvekjandi. —
Júpíter (birtan) og Venus (ástin)
höfðu hins vegar gæfulegri áhrif.
Þar eð hvert stjörnumerki hefur
margs konar og vandráðinn boð-
skap að flytja, í alls konar sam-
böndum, höfðu fornmenn flest
slíkt að engu, en héldu sig aðeins
við kjarnann.
Hinn gríski stjörnuspámaður
Ptolemeus, sem hin upphaflega
stjörnuspá er rakin til — og til
hans eru lærdómar þessir komnir
frá Babýlon — er ófeiminn við að
boða fólki dauða fyrir böðulshendi,
morði og sjálfsmorði, eiturbyrlun
og vegna ástarsvika.
Nútíma stjörnuspámenn, sem
finna fleiri mótsetningar, fara
miklu gætilegar í sakirnar.
Hinn frægi kirkjufaðir Thomas
frá Aquino telur stjörnurnar eink-
um hafa áhrif á hugarheim og
ástríður mannlegrar sálar og þann-
ig geta stjórnað manninum í sam-
ræmi við sín himnesku lögmál og
skírskota til siðferðilegs þroska-
st.igs hverrar persónu.
„Maður undir marsmerki, sem er
merki hnífsins, gæti verið morð-
ingi,“ segir stjörnuspámaður, „sé
hann menntaður í meðallagi, gæti
hann verið slátrari, en hámenntað-
ur maður í því merki ætti að vera
afbragðsskurðlæknir.“
Góður nútíma stjörnuspámaður
gefur gjarnan það ráð, að „kort-
leggja" spána og hafa síðan auga
með henni, þegar pláneta fer vfir
viðkvæmar stöðvar á brautinni. Til
dæmis, þegar Saturnus fer í öfuga