Úrval - 01.03.1975, Blaðsíða 10
8
ÚRVAL
fremur tilfinningalegar en líkam-
legar.
Og í mörgum tilvikum eru stofn-
anir og starfslið stjórnarinnar —
lögregla, sjúkrahús, dómstólar —,
sem ættu að styðja og styrkja fórn-
ardýr glæpamannsins, miklu frem-
ur til að auka við auðmýkingu þess
og andlegt afhroð, þótt slíkt sé ekki
gert viljandi.
Nú er hvatt til endurskoðunar
þeirra reglna og stofnana, sem um
þessi mál fjalla. Með kvenfélög eða
kvennasamtök í broddi fylkingar
hefur hreyfing í þessa átt nú feng-
ið stuðning stjórnvalda, lögreglu,
lögfræðinga, lækna og annarra.
„Vel mætti takast,“ segir einn af
helstu forsvarsmönnum þessara
mála í Columbia-fylki, ,,að við at-
hugun á eðli glæpsins verði unnt
að gæta betur að öllum aðstæðum
fórnardýrsins ekki síður en rétt-
inda hins ákærða.“
ÁRÁSARMAÐURINN. Árum og
öldum saman hefur nauðgarinn
verið mismunandi mikil ófreskja í
ímyndun fólks, brjálæðingur, daðr-
ari.
í Spörtu var þess vænst að brúð-
guminn nauðgaði brúðinni. Á dög-
um Vilhjálms Sigurvegara í Eng-
landi var refsað fyrir nauðgun með
geldingu og augnamissi. Hin gamla
hugmynd ,,að ekki væri fallegri
stúlku nauðgað og sú ólaglega ætti
ekki að kvarta“, hefur lifað allt
frá dögum Victoriu Englandsdrottn-
ingar. Lengi hefur sú skoðun ríkt,
að aliar konur þrái nauðgun innst
inni í hugarheimi sínum.
Ströng fyrirmæli hafa verið sett
í lög til þess að vernda nauðgara
frá að vera hjóldregnir í fangelsi.
í nokkrum amerískum réttarregl-
um er ákæra fórnardýrsins í nauðg-
un ekki nægileg eingöngu til að
klekkja á karlmanni. Einhver ytri
ummerki verða að sjást, rispur,
rifinn fatnaður, merki um mis-
þyrmingar og fleira þess háttar
verður að leggja fram ásamt kæru.
Á síðustu árum hafa margar af
ríkjandi hugmyndum viðvíkjandi
nauðgunum verið teknar til íhug-
unar og rannsóknar. Þar mætti
fyrst nefna skilgreiningar 646
nauðgana í Philadelphiu, sem gerð-
ar hafa verið af glæpasérfræðingn-
um Menachem Amiren. Hann krefst
gaumgæfilegrar athugunar á glæpn-
um, gjöranda og þolanda í hverju
tilfelli.
Athuganir þessar sýna, að nauðg-
un getur alls staðar átt sér stað, en
einkum þó í stórum borgum. Árið
1972 var sannað, að 92 af hverjum
100 þúsund konum í bæjum með
yfir 250 þúsund íbúa höfðu komist
á skýrslur um nauðgun. En það er
þrefalt fleiri en í útborg og ferfalt
á við það, sem er í sveitahéruðum.
Flestar nauðganir fara fram inn-
anhúss — venjulegast í húsakynn-
um eða á heimilum gjöranda eða
þolanda glæpsins. í langflestum til-
fellum hafði athöfnin verið boðuð
fyrir fram á einhvern hátt, og
meira en helmingur glæpamann-
anna þekkti fórnardýr sitt eða
hafði séð það áður. Flestar nauðg-
anir verða um helgar og nætur
einkum á tímanum frá klukkan 8
—2.
Allar konur geta orðið tálbeita,