Úrval - 01.03.1975, Side 16
14
ÚRVAL
ast aðgerð til að skipta um nýru í
henni, eða að hún yrði reglulega
að leggjast inn á sjúkrahús og láta
tengja sig við nýrnavél, eins kon-
ar gervinýra.
Toni, blíðlynd og undir eðlilegum
kringumstæðum fjörleg stúlka,
kinkaði kolli, eins og henni kæmi
þetta ekki á óvart. En þegar lækn-
irinn var farinn, hringdi hún tii
foreldra sinna, og í fyrsta skipti í
margra mánaða langri sjúkrasögu
hennar komst hún við. „Hvað sem
á gengur, skal ég dansa,“ stundi
hún upp milli ekkasoganna. „Frek-
ar vildi ég deyja á sviðinu, en geta
ekki dansað.“
Orðin fengu mjög á móður henn-
ar, sem brast í örvæntingargrát.
Toni Gannarelli (Kaye hafði hún
tekið upp, eftir að hún fór að koma
fram) hafði alltaf þráð að dansa.
Þriggja ára að aldri hafði hún
dansað um húsið og þrábeðið um
að fá að fara í dansskóla. Sem efni-
legur nemandi í framhaldsskóla
hafði hún leiðbeint yngri nemend-
unum í dansi. Síðan hafði hún unn-
ið við sviðsetningu minniháttar
danssýninga í Los Angeles. Loks
varð dansinn hennar atvinna, jass,
þjóðdansar, acrobatic og nútíma-
dansar.
STJÖRNUHRAP. Annað dans-
fólk dáðist að léttum erfiðislausum
dansstíl hennar og leit á hana sem
eina þá bestu í listinni. Stundum,
þegar henni hafði tekist hvað best
upp, hvarf hún titrandi á bak við
sviðið og hugsaði með sér: „Þetta
tókst vel. Skyldi mér nokkurn tima
takast að dansa svona vel aftur?“
En Toni gekk með lupus erythe-
matasus, sjúkdóm, sem menn vissu
ekki, hvernig til væri kominn.
Hann lýsti sér venjulegast í því, að
hörund hennar roðnaði og hljóp
upp, og á andliti hennar sást oft
eitt merki þess, eins og fiðrildi í
laginu. í örfáum tilvikum kom sjúk
dómurinn niður á liðamótum og
mikilvægustu innyflum — nýrum,
lifur, lungu, hjarta eða jafnvel
heila. Þessi innvortis tilfelli eru
kölluð á læknamáli LE. Af einhverj
um óskýranlegum ástæðum eru níu
af hverjum tíu, sem fyrir þessu
verða, konur. Flestir sjúklingarnir
bregðast þó vel við lyfjagjöfum og
veikin hverfur. En hins vegar, þeg-
ar veikin hefur náð til nýranna,
ráða læknavísindin ekki eins vel
við hana, og bót fæst ekki á mein-
inu nema að hluta til, og þá að-
eins um tíma. Nýrnaskemmdir
fylgja þessu gjarnan.
Strax á barnsaldri hafði Toni
sýnt einkenni LE, með hörunds-
upphlaupum, sem ágerðust ef hún
var úti í sól. (Svo var að sjá, sem
hún hefði erft LE af móður sinni,
sem aldrei hafði haft verra af sín-
um veikindum en að hörundið hlypi
upp). Á táningaárunum ágerðust
veikindin og einkennin voru reglu-
leg. Hún kenndi sársauka í oln-
bogum og úlnliðum og fingurnir
bólgnuðu. Loks, í júní 1967, meðan
hún var ráðin hjá gistihúsi í Las
Vegas, breiddist sjúkdómurinn út í
nýrun og liðamót flest. Sviðstjór-
inn sagði, að hún væri að fitna. Það
var ekki fita. Vöðvavefirnir söfn-
uðu í sig vatni.
Þrátt fyrir að Toni lifði nær í