Úrval - 01.03.1975, Blaðsíða 19
17
STÚLKAN, SEM LIFÐI TIL AÐ DANSA
sonegjöfinni til þess að leyfa lík-
amanum að vinna á ígerðinni.
Þegar prófanir gáfu til kynna, að
líkaminn ætlaði að hafna nýja nýr-
anu, lét dr. Fichman auka aftur
prednisone geislameðferð. Loks tók
nýrað að starfa eðlilega og skurð-
sá'rið greri.
Toni þvertók þó fyrir að taka
bataleguna með ró. Hún hóf þegar
baráttuna til þess að snúa sér aft-
ur að dansinum. Kraftar hennar,
mýktin og stjórn hreyfinga — allt
var þetta horfið. í fyrstu gat hún
staðið aðeins fáeinar mínútur í fæt-
urna, og datt þá um koll, þegar hún
reyndi að stíga niður af eða upp á
skemil. Hún svitnaði og hana verkj-
aði undan undirstöðuæfingum
acrobatics og dansa. „f fyrstu, þeg-
ar ég reyndi að setjast upp, án þess
að styðja mig með höndunum,
fannst mér ég vera að lyfta þúsund
punda þunga, sem lægi á brjóst-
inu á mér,“ sagði Toni. „Ég var
með harðsperrur eftir hverja æf-
ingu, en þá vissi ég um leið, að
harðsperrurnar þýddu, að vöðv-
arnir kæmu til með að vinna.“
Toni sneri sér aftur að atvinnu-
dansinum í september 1970. Hún
kom fram á danshátíð það ár. Kvíð-
inn nagaði hana. ,,Það var svo langt
síðan ég hafði komið fram á svið,
að ég kveið því að ég mundi detta.“
En dansatriði hennar í nokkrum
can-can og acrobaticdönsum voru
fullkomin. Dr. Fichman var meðal
áhorfenda frammi í sal og tók rösk-
lega undir lófatakið.
Þegar hér er komið sögu, er Toni
orðin fastráðin dansmær við viku-
legan sjónvarpsþátt í Bandaríkjun-
um og dansar betur en nokkru
sinni fyrr. Hún vinnur jafnvel að
undirbúningi sóló-atriðis sjálfrar
sín. Utansviðs sem innan er hún
glaðvær sem fyrr og gjöful. Einu
sinni í mánuði fer hún til dr. Fich-
mans til rannsóknar, og daglega
tekur hún inn smáskammta af lyfj-
um til að halda LE niðri og gæta
þess að líkami hennar hafni ekki
nýranu. Á því hefur þó ekkert ból-
að.
„Nýrnaflutningasjúklingar búa
við sífellt sálarálag," segir dr. Fich-
man. „Það er aldrei hægt að má al-
gerlega út spurninguna: „Aðlagast
ég nýja nýranu?" — Þar á ofan er
alltaf hættan á, að lupus taki sig
upp. Það, sem eftir er ævi þessa
fólks, verður það háð meðalagjöf-
um og stöðugu eftirliti lækna. -
Mörgum er þetta ofraun.“
En ekki Toni. Hún segir: „Ég
óttast ekki veikindin, sem að mér
gengu. Mér er dansinn þýðingar-
mestur og þeir hlutir, sem ég sé,
heyri og skynja og get gert. Það
sem er þýðingarmest er NÚ-ið.,‘
•ír
HEYRT í STRÆTÓ:
„Hann er kominn á þann aldur, að hann eltist ekki við kven-
fólk nema niður í móti.“