Úrval - 01.03.1975, Síða 22
20
ÚRVAL
En margir leiðtogar og borgarar
nýlendnanna fullyrtu, að breska
stjórnin hefði engan lagalegan rétt
til að skattleggja þá, þar eð þeir
hefðu engan fulltrúa á enska þing-
inu.
Foringjar andstöðunnar gegn
Bretum voru einmitt ,,Synir frels-
isins“, undir forystu Samuels Ad-
ams, mælskumanns mikils og eld-
huga, sem lagði hvarvetna eld að
glóðum andstöðunnar gegn bresk"
um yfirgangi.
RÖDD FJÖLDANS. Um haustið
1773 barst til Bretlands heil flóð-
bylgja af ræðum, ályktunum, rit-
stjórnargreinum og undirskrifta-
skjölum frá fólki í öllum nýlend-
unum.
Hinn konunglegi ríkisstjóri í
Massachusetts var pólitískur full-
trúi og verndari breta á þessum
slóðum, Thomas Hutckinsson að
nafni.
Tveir af fimm í nefndinni, sem
átti að sjá um innflutning, sölu og
tolla af teinu frá Austur Indlands-
félaginu, voru synir hans.
Klukkan eitt eftir hádegið 2. nóv.
þetta haust börðu „Synir frelsis-
ins“ að dyrum hjá fimm manna
nefndinni til að leggja fyrir hvern
þessara kaupmanna áskorun um að
mæta á borgarafundi daginn eftir
„til að afsala sér“ nefndarréttind-
unum.
Hringjandi handbjöllum og kirkju
klukkum voru 500 manns viðstadd-
ir þennan atburð. En viðtakendur
höfðu leitað hælis í vöruhúsi, sem
einn þeirra, Richard Clarke, átti.
Sendinefndin fór nú að dyrum
vöruskemmunnar. Þegar Clarke
krafðist þess að vita. frá hverjum
og i hvers umboði þeir kæmu, var
svarið skýrt og skorinort:
„Frá allri þjóðinni."
Og til frekari skýringar:
„Lofið því að selja ekkert af te-
inu á yðar ábyrgð, heldur endur-
sendið það til London í sömu um-
búðum og það er hingað komið.“
,,Ég vil ekkert hafa saman við
ykkur að sælda,“ sagði Clarke og
skellti aftur hurðinni. En á næsta
andartaki braut mannfjöldinn hurð-
ina og æddi inn, kastandi grjóti
og drasli.
Kaupmenn fundu öruggan stað á
annarri hæð, sendinefndin hvarf
brott og mannfjöldinn dreifðist.
Þrem dögum síðar var svo borg-
arafundur undir forsæti Johns
Hancocks.
Nær 400 borgarar heimtuðu, að
tekaupmenn drægju sig í hlé og
leyfðu skipum að koma til upp-
skipunar í Boston.
Nokkra daga var svo allt með
kyrrum kjörum í borginni. Fólk
við höfnina svipaðist um eftir te-
flutningaskipum. Dagblað Boston-
borgar, Gazette, tók málið til með-
ferðar 15. nóvember og sagði með-
al annars:
„Ameríkumenn hljóta að íhuga,
hvort þeir hafa ekki frelsi til að
vinna að eigin þjóðarheill.“
Hinn 18. nóvember var enn borg-
arafundur, þar sem kaupmanna-
nefndin var beðin að draga sig í
hlé.
Þeir sögðust „ekki hafa vald til
þess“, nefndarmennirnir.
Næsta dag spurðu þeir samt