Úrval - 01.03.1975, Side 27
VIÐ SKULUM HNEIGJA OKKUR . . .
25
bambus-körfu og geymi þau í bamb-
us-geymslu.“
„Ég keyri á markaðinn í bamb-
us-kerru, með bambus-vagnsteng-
ur og vatnsbuffalarnir mínir hafa
bambus-eyki,“ segir Luis Lualhati,
bóndi á Filipseyjum. „Þegar ég fer
að veiða, reisi ég bambus-mastur
í bátnum, legg bambus-fiskagildr-
ur og nota bambus-veiðistöng. Á
veiðum nota ég bambus-spjót og
ég skýt bambus-ör af bambus-
boga. Þegar ég borða, kveiki ég
upp með bambus-eldfærum, elda
grjón í bambus-potti, og risti upp
unga bambus-stöng til að drekka
safann úr henni.“
"Bambus er ódýr, og það er til
nóg af honum, hann breytir sér
ekki. Tréð er sterkt, létt, hreint,
holt, slétt og gljáandi. Það flýtur
vel á vatni, það er eftirgefanlegt,
aðlagar sig aðstæðum að vissu
marki, og er þess vegna alveg ein-
stakt í sinni röð.
Það vex hraðar en nokkurt ann-
að tré á jörðinni — það má segja
að hægt sé að sjá það vaxa. Sumar
bambusplönturnar vaxa 120 sm á
sólarhring.
Bambusinn getur verið frá sjö
til átta sentimetra háum plöntum
til himinhárra trjáa, sem ná rúm-
lega 60 metra hæð. Það eru til
SASA-tegundir, aðeins örfáir mm
í þvermál, og sverir MADAKE-
stofnar, sem eru 18 sm í þvermál.
'Orðið ,,bambus“ er af lítt þekkt
um uppruna, en það er haldið
að það sé komið af gömlu malay-
isku orði, sem hljómar eftir
braki og snarki í bambus-báli.