Úrval - 01.03.1975, Blaðsíða 29
VIÐ SKULUM HNEIGJA OKKUR . . .
27
blómstraði árið 1973 algengasti
bambusinn í Japan, og það skeði
samtímis um allt landið — þá í
fyrsta sinn síðan árið 1864.
Bamþusplönturnar hafa óvenju-
legan eiginleika, sem hægt er að
kalla mannlegan. Vegna þess, að
ungi sprotinn vex svo hratt verður
til í rót móður-stöngulsins hæfileg
næring, og móður-stöngullinn er
svo ósjálfselskur, að hann sveltir
sig til þess að ungi sprotinn fái
sína næringu. Og það er ekki fyrr
en nýju stönglarnir eru fullvaxta,
að gamli stöngullinn fer að taka
til sín næringu á nýjan leik. Þegar
þambusinn fjölgar sér með hliðar-
sprotum, hefur nýja plantan venju-
lega sömu eiginleika og móður-
plantan. Þegar bambus-ræktendur
vilja fá sterkar stengur, velja þeir
háa, svera móðurplöntu, en þvert
á móti, ef þeir vilja fá grannar.
litlar stengur. Það er líka hægt að
láta ungar stengur taka lag á sig
af hörðum ramma, sem þær eru
látnar vaxa upp í. Þannig geta
þær orðið ferhyrndar, sporöskju-
lagaðar, og jefnvel þríhyrndar.
Það er hægt að nota bambusinn
á margvíslegan, hagnýtan hátt.
Þessi sígræna jurt hefur á skáld-
legan hátt tengst menningu Aust-
urlanda — óbifanlega tengd leik-
list, skáldskap, ljóðlist, málaralist
og heimspeki í gegnum aldirnar.
Bambusinn hefur verið skírnarvott-
ur flestra listgreina í Kína, ef svo
má að orði komast. Elstu styttur
af bambus voru gerðar á Sung-
tímabilinu (960—1279 e. Kr.) og
hinn lipri bambus-pensill var skil-
yrði þess, að ritlistin varð til. En
í hinni fögru, kínversku málara-
list, hefur bambus-pensillinn haft
mikla þýðingu. Fyrstu myndirnar
voru teiknaðar á bambuspappír og
hengdar upp á þungar bambus-
pípur. Og sem fyrirmynd málara
hefur bambusinn verið númer eitt.
í meira en 2000 ár hefur hann ver-
ið myndaður oftar og með meiri
ást en nokkuð annað lifandi —
nema ef til vill maðurinn. í Aust-
urlöndum hefur bambusinn einnig
verið mikilvægur fyrir þróun nátt-
úruvísinda og iðnfræði. í Asíu
hefði ef til vill aldrei verið byggð
brú, hvorki stór né lítil, ef hans
hefði ekki notið við. Enn þann dag
í dag er notað sterkt, seigt bamb-
ustóg í kapla, og bambusrör flétt-
uð í planka, sem notaðir eru í ótelj-
andi, rólandi hengibrýr. Við ósa
Yangtzefljóts hafa 300 manns eða
fleiri stöðuga atvinnu við að tosa
stórum prömmum og uppskipunar-
bátum upp straumhart vatnið við
Szechwan. Bambustrossurnar eru
400 metra langar. Þær trosna ekki,
jafnvel ekki af hvössustu steinum
og þær geta borð þyngsli, sem
svara 700 kílóum á fersentimeter
— burðarþol sama og járns. Bamb-
usinn stóðst meira að segja atóm-
bombuna á Hirosima — það fund-
ust grænir bambussprotar á miðju
svæðinu, þar sem kjarnorkusprengj-
an sprakk.
Ef við ætlum að telja upp dyggð-
ir bambusplöntunnar, megum við
ekki gleyma mikilvægu hlutverki
hennar í læknislist Austurlanda.
Það eru til nokkrar eitraðar hita-
beltis bambustegundir, en flestar
gerðir geta linað og jafnvel lækn-