Úrval - 01.03.1975, Síða 36
34
ÚRVAL
áhyggjur af því að einangra húsið
þitt né þétta með gluggum og
hurðum.
4. Með því að nota arinn sparast
ekki orka.
5. Þykk gluggatjöld draga úr
möguleikunum á því að sólin nái
að hita upp húsið þitt á björtum
dögum.
6. Slökkvið öll ljós, þegar þið
farið úr herberginu, jafnvel þó að
þið komið fljótlega aftur.
7. Til fullrar nýtingar skal ávallt
láta uppþvottavélina ganga út
þurrktímann.
8. Þegar þvottavél, uppþvottavél
og tauþurrkari eru látin vinna við
minna, en full afköst, minnkar það
álag á mótorinn og þar af leiðandi
notast minni orka.
9. Ef ofninn í eldavélinni er nægi-
lega stór, geturðu eldað alla mál-
tíðina þar, steik, kartöflur og græn-
meti allt í einu, og sparað með því
orku.
10. Mörg gerviefni þorna allt eins
vel hangandi úti á snúru, eins og
í tauþurrkaranum.
11. Sumar gerðir sjónvarpstækja
nota straum, þótt búið sé að slökkva
á þeim.
12. Með því að hafa frystikist-
una troðfulla, spararðu rafmagn.
13. Þú átt að haga notkun þinni
á orkufrekum heimilistækjum þann
ig, að þú notir þau að deginum til,
þegar orkuverin eru tilbúin að
mæta hámarks álagi.
14. Með því að geyma þunga
hluti í farangursgeymslunni á bíln-
um þínum, þá færðu betri við-
spyrnu, og þar af leiðandi betri
nýtingu á bensíni.
15. Ýmsir aukahlutir í bílnum,
svo sem upphituð afturrúða, út-
varp, miðstöð, loftkæling og þess
háttar eyða ekki orku, svo fremi
að vélin snúist nægilega hratt til
að ná því að hlaða rafgeyminn aft-
ur.
16. Með því að setja bílinn þinn
í gang fimm mínútum áður en þú
hyggst fara af stað, lætur þú hann
hitna, mýkir olíuna, eykur kraft
og minna eldsneyti fer til spillis.
17. Þegar snöggt er tekið af stað
og stöðvað, „leikfimi“ á bensíngjöf-
inni, í stað þess að gefa jafnt og
rólega inn, og með því að halda
ekki jöfnum hraða upp brekku,
allt er þetta til þess að óþarfa
bensíni er eytt.
18. Réttur loftþrýstingur í hjól-
börðum, vel stillt vél og rétt hjóla-
millibil, allt hjálpar þetta til að
spara bensín.
19. Jafnvel þótt radial hjólbarð-
ar endist lengur en venjuleg dekk,
eru þeir þess valdandi að vélin
eyðir meira eldsneyti, vegna þess
að þeir eru of lítið uppblásnir mið-
að við venjulega hjólbarða.
20. Með því að nota þykkari olíu
en framleiðandi bílsins gerir ráð
fyrir, verður vélin ,,þéttari“ og
sparar þar af leiðandi bensín.
—o—
1. Rangt. Þú fengir kannski þægi-
legt hitastig, en orku myndirðu
tæpast spara.
2. Rangt. Venjulega notar sturta
minna heitt vatn. En hvað er „venju
legt“? Stutt sturtubað er eitt, að
fara í „bleyti" er annað.