Úrval - 01.03.1975, Blaðsíða 38
36
ÚRVAL
nema, það síðasta, því þú sparar
bensín með því að halda bensín-
gjöfinni jafnri og draga þar með
úr hraða upp brekkur.
18. Rétt. En að vita svarið er bara
hálf sagan sögð. Hefurðu látið at-
huga hjólamillibilið nýlega? Hefur
véiin verið stillt síðustu sex mán-
uði. Manstu eftir að athuga þrýst-
ingin í hjólbörðunum hálfs mánað-
arlega?
19. Rangt. Radial hjólbarðar líta
„linir“ út vegna þess að þeir eru
hannaðir á þann veg. Tilraunir sýna
að þeir gefa allt að sex af hundr-
aði betri bensínnýtingu en „venju-
leg“ dekk.
20.Rangt. Olía er til að gera hlut-
ina liðugri, ekki þvinga. Ef bíllinn
þinn er í svo lélegu ástandi, að
hann þarfnast mjög þykkrar olíu,
ætti hann ekki að vera á vegunum
yfirleitt.
☆
Howard Hawks, frægur kvikmyndastjóri, segir frá atviki, þar
sem leikari og rithöfundur mættust í fyrsta sinn:
Leikarinn spurði, hvaða góðir rithöfundar væru nú á lífi.
Rithöfundurinn svaraði:
„Thomas Mann, Willa Cather, John Dos Passos, Ernest Hem-
ingway og ég sjálfur."
„Skrifið þér, hr. Faulkner?" spurði leikarinn.
Og rithöfundurinn sagði:
„Já, en hvað gerið þér, hr. Clark Gable?“
Það vakti mikla undrun, þegar íþróttasamtök í Fíladelfíu völdu
hina ljóshærðu kvikmyndaleikkonu og knapa, Mary Bacon, hug-
rakkasta íþróttamann ársins. í fimm ára starfi sínu sem knapi
hefur hún tvisvar hryggbrotnað, verið á hestbaki með brotið rif-
bein út úr hryggnum, þrisvar sinnum hefur verið tvísýnt um líf
hennar, og loks fæddi hún dóttur eftir að hafa verið þrisvar á
hestbaki samdægurs.
„Flestir halda, að ég sé algert fól,“ segir hún og brosir bjart og
gleitt. „En ég er eins og hver önnur móðir, sem vinnur úti.“
Á einum hinna mö.rgu funda, sem fuljltrúi Bándaríkjanna,
Charles Bohlen, sótti ásamt Jósef Stalin var einvaldur Sovétríkj-
anna eins og venjulega með blað fyrir framan sig og blýant í
hönd, eitthvað að krota.
Þetta var honum fastur og nær ósjálfráður vani.
Seinna minntist Bohlen þess, að krotið var alltaf eitt og sama
verkefnið — hann teiknaði alltaf úlfstrýni.