Úrval - 01.03.1975, Blaðsíða 41
39
Af öllum hátíðum er brúðkaups-
hátíðin mest óviðeigandi; engin
ætti fremur en hún að vera haldin
í kyrrð, auðmýkt og von.
Göthe.
«-«<««HH««««H-«-««
Karlarnir kvænast af því þeir
eru þreyttir, konurnar af því þær
eru forvitnar •—• og báðir aðilar
verða fyrir vonbrigðum.
Oscar Wilde.
<■<■•<<<<<<<<<■<■<■< <■<■<<
Dætur skal gifta, þegar þær eru
stúlkur að aldri en konur að viti.
Kleobulos.
Hafið augun vel opin fyrir hjóna-
bandið, hálflukt á eftir.
Benjamín Franklín.
««-««■« < ««-<«« < <««
Hjónabandið er kallað heilagt, af
því að í því eru svo margir píslar-
vottar.
Fligende Blatter.
«<««<<«<-<-<-<<-<-<■< <«-«-«
Flestir taka félagsskap fram yfir
einmanaleik, því það er auðveldara
að tala en að hugsa.
Christian Kjellerup.
«««««««««««««
Karlmenn tala frekast um fram-
tíð sína, en konur um fortíð ann-
arra kvenna.
Julien Duviver.
<-<-<-<-<-<-<■<-<■<■< < «<««« ««<
Hamingjan er upp á hlutaskipti.
Paul Bourge.
Stúlka, sem giftist hermanni, sýn-
ir skynsemi. Hermaður kann að
laga mat og sauma, er heilbrigður
og vanur að hlýða.
Charles de Gaulle.
'-«<«««<««r<«<««« <■■
Fólk kannar hvað annað í þrjár
vikur, elskast í þrjá mánuði, slæst
í þrjú ár, og umber hvað annað í
þrjátíu ár.
Taine.
«««««««««««««
Hamingjusamt hjónaband er langt
samtal, sem aldrei virðist of stutt.
André Maurois.
«««««««««««««
Betra er vel hengdur en illa gift-
ur.
Shakespeare.
«««« <««« «<«««<■
Hlekkir hjónabandsins eru svo
þungir, að það þarf tvo til að bera
þá — stundum þrjá.
Alexander Dumas eldri.
««-«-f««-*-<H«-<-<-<-<-<-<-««
Karlinn er höfuðið, en konan er
hálsinn, sem snýr höfðinu eins og
hann vill.
Þýskt spakmæli.
«««««««< <««««-<«
Skortur konunnar á kímnigáfu
hefur forðað mörgum karlinum frá
að gera sig að athlægi.
Uppruni óþekktur.
<<«■«-«-<■<-<-<-<■«■««-«««<
Karlinn biður, konan velur.
Sþren Kirkegaard.