Úrval - 01.03.1975, Blaðsíða 51
49
/ fjarlægustu afkimum himinhvolfsins hafa
stjörnufræðingar gert hverja byltingarkenndu
uppgötvunina á fætur annarri og það er stöðugt
fleira sem bendir til þess, að við séum ekki
einir i heiminum.
Að nálgast
gátur
alheimsins
órafjarlægð í djúpum
alheimsins, eru hnettir,
sem eru svo ólíkir öllu,
* sem við þekkjum, að
*
*
*
*
*****
I
okkur sundlar. Þeir
' hafa verið huldir hand-
an við tíma og rúm frá morgni
aldanna, utan þekkingarsviðs manns
ins, óþekktir og órannsakaðir.
Fyrst nú á okkar tíma hefur
tjaldinu verið lyft dálítið og við
litið augum örlítið brot af ótrúlega
heillandi og leyndardómsfullu leik-
sviði alheimsins. Við höfum fund-
ið stjörnur svo eðlisþungar, að ein
teskeið af efni þeirra er jöfn að
þyngd og 200 fílar, og aðrar, sem
snúast um sjálfar sig þrjátíu sinn-
um á sekúndu. Við höfum fundið
efnismassa, sem geisla frá sér orku,
sem jafnast á við útgeislun billj-
óna stjarna, og við höfum fundið
„svört göt“, þar sem ljós og efni
sogast inn og hverfa fyrir fullt og
allt. „Alheimurinn,“ sagði breski
lífefnafræðingurinn J.B.S. Haldane
eitt sinn, „er ekki aðeins furðu-
legri en við ímynduðum okkur,
heldur furðulegri en við getum
ímyndað okkur.