Úrval - 01.03.1975, Qupperneq 54
52
ÚRVAL
í himingeimnum, og stjarnfræði-
lega merkilegustu fyrirbæri sem
þekkjast. Dauðastríð stjörnu leiðir
af sér sprengingar. sem fylla rúm-
ið umhverfis þær með ryki, sem
aftur myndar nýjar stjörnur (og
þar með þann gróður, sem hugsan-
lega kann síðar að vaxa á stjörn-
unni). Það er undarlegt að hugsa
sér það, en þau atóm, sem mynd-
uðu sólina okkar og pláneturnar —
og líka þig og mig og allt annað
— þyrluðust eitt sinn innan í
stjörnu, sem svo sundraðist í
sprengingu, og sú stjarna hefur
sennilega einnig orðið til úr leifum
enn eldri stjörnu.
Sólin er sennilega um fimm
milljarða ára gömul. Hún þéttist,
uns hún varð risavaxinn þokukúf-
ur, búinn til úr ryki og grasi, og
umhverfis hana myndaðist jörðin
og hinar pláneturnar á sama hátt.
Við samþjöppunina óx hitinn í
miðju sólar svo mjög, að sú kjarna-
þróun hófst, sem framleitt hefur
orku þá, sem hefur skapað og við-
haldið lífi á jörðinni. Sólin hefur
ekki breyst mikið þessa fimm millj-
arða ára, og mun lýsa nær óbreytt
næstu fimm milljarða ára til við-
bótar. En þá tekur að ganga á
vatnsefnisbirgðirnar, og ysta lagið
þenst út með miklum hraða. Þegar
það gerist, verður mannkynið út-
dautt, ef það hefur þá ekki áður
flúið til einhvers af tunglum Júpi-
ters eða til annars og friðvænlegra
sólkerfis í vetrarbrautinni.
Sólin mun þenjast út uns um-
málið verður hundraðfalt meira en
nú, og ljósmagnið mun þúsund-
faldast. Séð frá jörðu mun hún
þekja fjórðung himinhvolfsins.
Innstu pláneturnar, Merkúr og
Venus, verða þá horfnar í þessum
mikla hita, og jörðin verður að-
eins ber klettur, uppþornuð við
hitastig, sem bræða myndi blý.
Þrútin og rauð sólin mun þá enn
skína í hundrað milljón ár, en síð-
an slokknar kjarnaeldurinn fyrir
fullt og allt. Ysta lagið tætist sund-
ur og eftir verður aðeins lítil, mött
lýsandi stjarna, sem við köllum
„hvítan dverg“. „Hvítir dvergar"
eru um það bil tíu prósent af stjörn-
um vetrarbrautarinnar. Það eru
hnettir ákaflega þéttir í sér, svo
samþjappaðir, að ein teskeið af
efni þeirra vegur tonn. Þeir kólna
til fulls á nokkrum milljörðum ára,
uns þeir hafa sama hitastig og
geimurinn umhverfis þá og enda
sem svífandi, svartur massi.
NEFTRÓNUSTJÖRNUR OG
„SVÖRT GÖT“. Þegar á fertugasta
áratugnum álitu kjarneðlisfræð-
ingar, að 'til væru himintungl, sem
þeir kölluðu neftrónustjörnur. Það
voru stjörnur, sem upphaflega voru
hnettir margfalt stærri en sólin, en
höfðu síðan „brunnið saman“ og
orðið mun minni en hvítu dverg-
arnir, tíu til tuttugu kílómetrar í
þvermál. í þessum hnöttum átti
samþjöppun þyngdaraflsins að hafa
mulið atómin sjálf, svo elektrón-
urnar og kjarnarnir hefðu bræðst
saman, svo úr urðu neftrónur.
Ályktun kjarneðlisfræðinganna
var staðfest árið 1967, þegar puls-
ar fannst í fyrsta sinn (síðan hafa
meir en hundrað slíkir fundist).
Pulsar er stjarna, sem gefur frá