Úrval - 01.03.1975, Side 62
60
ÚRVAL
Frú Kane fékk sér svolítið af því:
„Mikið er það gott. Þér verðið að
gefa mér uppskriftina. En nú verð
ég að flýta mér með uppvaskið,
svo þér komist að í eldhúsinu.“
Þá sprakk pabbi: „Þetta er fífla-
legasta skipulag, sem ég hef nokkru
sinni heyrt um. Tvær konur búa
til mat og éta hvor í sínu herbergi.
Á meðan þjóta þær svo fram og
aftur til að bjóða hvor annarri að
bragða á hinu og þessu. Fari það
í heitasta. Ef við verðum endilega
að hafa þau hérna í húsinu, þá
geta þau alveg eins borðað með
okkur.“
„Ég er þér alveg sammála," svar-
aði mamma blíðlega.
Næsta dag átti hún aftur við-
ræður við Kane hjónin og endir-
inn varð sá, að þau borguðu 30 dali
fyrir mat og húsnæði. Og pabbi
hætti brátt að hafa á móti þessu,
að nokkru leyti vegna þess að
mamma gerði dagstofuna notalega
fyrir þau og einnig vegna þess að
Kane hjónin voru einstaklega þægi
legar manneskjur. Þar að auki voru
peningarnir kærkomnir.
Vegna þeirra, og einnig vegna
ummæla herra Kane um að pabbi
nyti ekki hæfileika sinna, þar sem
hann græfi sig í bókhaldsskræðum
kaupmannsins, sagði hann upp
vinnunni og gerðist umboðsmaður
fyrir kaffiverksmiðju í Arizona,
sem seldi pakkað kaffi, sem þá var
nýlunda.
„É'g hefði aldrei þorað það,“ út-
skýrði pabbi, þegar móðir mín mót-
mælti óttaslegin. „Ef þú fengir
ekki þessa peninga fyrir gestina
okkar, því að við þurfum allavega
ekki að svelta. En nú hef ég feng-
ið tækifæri til að koma mér áfram.“
ALLT FRÁ UPPHAFI gekk um-
boð pabba vel, en tekjur hans voru
mjög misjafnar. Hann fékk prósent-
ur af sölunni. Stundum fékk hann
mikið í sinn hlut, stundum lítið.
Mömmu fannst það þreytandi, og
vildi gjarnan — svo ég noti nú
henna reigin orð, „vita hvar hún
stæði“.
Mömmu leið sannarlega illa, ef
hún hafði ekki svolítið eyðslufé.
Hvar sem von var að ná inn svo-
litlum peningum, fannst henni það
vera skylda sín að grípa tækifær-
ið.
Þegar pabbi fór í langa viðskipta-
ferð í næsta sinn, frétti mamma af
öðrum hjónum — Sawyers — sem
vantaði húsnæði Þau höfðu búið
norður í landi, en voru nýbúin að
missa barn. Frú Sawyer var niður-
brotin og örvæntingarfull, og því
hafði maðurinn hennar ferðast með
hana til Fönix, í von um að hún
næði sér aftur í sólinni og ylnum
þar.
Mamma lét Sawyershjónin fá
herbergið þeirra pabba. Hún tók
hermannabedda á leigu og stillti
honum upp í borðstofunni. Þar sem
leiðin á baðherbergið lá í gegnum
svefnherbergið varð hún að þvo
sér í eldhúsinu „En er hægt að
vinna sér inn tvo dali á dag, á
þægilegri hátt?“ spurði hún Rose
Kane. Og hún margtók fram við
Sawyers hjónin, að þau gætu ver-
ið þar þangað til pabbi kæmi heim.
Þegar pabbi svo kom heim, óskap-
aðist hann og hafði svo hátt vegna