Úrval - 01.03.1975, Blaðsíða 70

Úrval - 01.03.1975, Blaðsíða 70
68 ÚRVAL til að dansa í, voru rúmin tekin burtu og teppunum rúllað upp. Við komum þeim til að teikna með okk- ur, hræra olíusósu, setja sykurbráð á kökurnar, bera út rúm og teppi, og sumir lánuðu húsgögn í her- bergin. Þegar eldhússtúlkan fór, hjálpuðu gestirnir við uppvaskið. Þeir fengu launað með að vera i þægilegu andrúmslofti heimilisins, og ég er viss um að það var betra en nokkur borgun. Mamma var ekki hirðusöm, og það vorum við krakkarnir ekki heldur. Ekkert okkar tók til, fyrr en í fulla hnefana, hlutunum var hent út í gluggakistu eða inn í skáp. Enn þann dag í dag opnar maður skápana heima hjá mömmu með stökustu gætni, til að eiga ekki á hættu, að ólíklegustu hlutir detti í hausinn á manni. Mamma hafði þá áráttu að geyma alla hluti; hún henti aldrei hlut, sem hún hélt að hún gæti einhvern tíma seinna haft gagn af — og oft varð sú reyndin. En hvílíkt drasl var það ekki, sem hlóðst upp hjá okkur í gegnum árin — brotnir myndarammar, hankalausir bollar, slitnir tennisskór, gömul blöð og skrapaðar mublur. Árum saman gerði ég tílraunir til að losna við hálft alfræðiorðasafn — þetta voru hnausþykkir doðrantar. Hvernig á því stóð, að þetta var bara helm- ingurinn, veit ég ekki, en mamma hélt fast í þessar bækur, og við börnin, eitt eftir annað, höfum set- ið á bókunum til að ná upp á borð- ið. Það var leitun að tuskulegri borð- búnaði en við höfðum. Þurrkurnar voru gerðar úr gömlum dúkum, sem mamma hafði fengið í þvotta- húsinu, ódýr hnífapör og sprungn- ir diskar. Þegar einhver nýr gest- ur fletti út hálfri þurrku eða þreif um blikkgaflinn sinn, sagði pabbi alltaf, hæðnislegur á svipinn: „Við eigum fullt af fallegum borðbún- aði, en hann er alltof fínn til að vera notaður!" Og mamma bætti alltaf við: „Ég geymi silfrið handa Rosema- ry í heimanmund,“ — ég hef nú verið gift í mörg ár og ekki séð svo mikið sem teskeið, — „og,“ hélt hún áfram, „þú veist vel, hvernig þurrkurnar mínar fara í þvottahúsinu hjá þér.“ En það var ekkert druslulegt í eldhúsinu hjá okkur. Það var alveg sama hve duglega eldabusku mamma hafði, mamma var alltaf sjálf hringsólandi í kringum elda- vélina og fylgdist vel með öllu, ef hún tók þá ekki matartilbúninginn sjálf í sínar hendur. Enginn réttur var borinn á borð- ið, án þess að mamma hafði bragð- að hann og sett sína ögnina af hverju í hann til að bragðbæta hann og gera hann spennandi. Mamma bjó til mat eftir eigin að- ferðum og það var erfitt að fá upp- skrift af neinu hjá henni; henni var aðferðin svo eðlileg, þegar hún sjálf var að matbúa: „Svolítið af þessu og dálítið af hinu,“ sagði hún, og ég vorkenndi vesalings eldabuskunum okkar, þegar þær ætluðu að notfæra sér leiðbeining- arnar. Hún átti til með að segja: „í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.