Úrval - 01.03.1975, Side 72

Úrval - 01.03.1975, Side 72
70 MAMMA HAFÐI SÍNAR eigin aðferðir við reikningshaldið. Mest- allt bókhald hennar fór fram á bak- hlið umslaga. Þau voru svo sett of- an í skúffu í eldhúsborðinu ásamt ýmsum reikningum, og mamma yf- irfór þá í frítímum sinum. Á reikninga, sem stóð „borgað“, gerði hún ýmsar athugasemdir varðandi búreksturinn. Á rafmagns reikningum stóð til dæmis: „Þrír gestir. Frú Yates straujaði mikið.“ Síðari athugasemdin átti að útskýra hve hár reikningurinn var. I næsta mánuði gat skýringin verið: „Hr. Bloom átti erfitt með svefn.“ Þeg- ar hr. Bloom var andvaka, sat hann nefnilega uppi og lagði kapal og kynti rafmagnsofninn, til að of- kælast ekki. Reiðufé varðveitti mamma svo vel, að stundum var húsið á öðr- um endanum við að finna það. Þegar til átti að taka, hafði hún falið það alltof vel. Eitt sinn hafði hún sett 80 dali — sem gestirnir höfðu greitt í seðlum, en ekki ávís- un — ofan í hveitikassa, og þar sem eldhússtúlkan hélt að kassinn væri tómur, setti hún hann í rusla- tunnuna. Pabbi varð að fara út á ruslahauga bæjarins til að finna þá. Ef að mamma á annað borð átti eitthvert reiðufé, voru það oft pen- ingar, sem hún aflaði sér aukreitis — eins og til dæmis fyrir hænsnin hans herra Mendoza. Hann var mexíkani og hænurnar hans komu títt inn í garð til mömmu. f marg- ar vikur bað hún hann að korna í veg fyrir þetta ráp á hænsnunum. í hvert skipti tók Mendoza vel í ÚRVAL það, en það varð aldrei neitt nema orðin tóm. Og svo var það einn morgun, þegar hænurnar birtust að mömmu var allri lokið. Hún fór inn í eld- hús, muldi dálítið brauð niður. „Komið þið þá, púdda-púdda-púdd,“ sagði hún. Og eftir stutta stund voru þær á öruggum stað í hænsna girðingu í bakgarðinum okkar. „En þú átt ekkert með að taka hænurnar hans,“ mótmælti pabbi. „Þetta er þjófnaður.“ „Hænsnin stálu fyrst frá mér og eyðilögðu garðinn minn.“ Og án minnsta samviskubits hélt hún hænunum og fóðraði þær með þeim afgöngum, sem til féllu í eld- húsinu. Þegar hópurinn stækkaði, seldi hún nágrönnunum egg, þar á meðal herra Mendoza. Peningar, sem söfnuðust við sölu á eggjum, blómum, mjólk og fíkj- um, fóru hver í sitt umslag. Þegar kýrin þurfti fóðurbæti, tók mamma peninga úr „kýr-umslaginu“. Henni gast vel að þeirri hugmynd, að kýrin borgaði sjálf sitt hey og fóð- urbæti, og blómin og fíkjurnar sinn áburð. Stundum var ekkert í um- slagi kýrinnar, og þá varð hún að fá lán, til dæmis hjá fíkjunum. í „fíkju-umslagið“ setti hún svo miða, sem á stóð. „Eg skulda þér 3.40 dali. Kýrin.“ ÞAÐ VORU EKKI allir miðdeg- isverðargestir okkar, sem komu í gegnum framdyrnar. Við fengum marga ,sem komu eldhúsdyrameg- in og borðuðu án þess að borga. Stöðugur straumur af flækingum bankaði þar upp og sníkti sér mat.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.