Úrval - 01.03.1975, Blaðsíða 77
GLAÐVÆRA GISTIHÚSIÐ HENNAR MÖMMU
75
unni og reyna að gera hlutina dá-
lítið heimilislegri fyrir þá.“
En það dróst alltaf meir og meir,
að frú Long gæti greitt húsaleig-
una á réttum tíma. Að lokum sagði
mamma, ákveðin í bragði: ,,Nú, ef
ég verð að taka við rekstrinum aft-
ur, er ekkert því til fyrirstöðu."
„En aðeins í sumar, mamma.
Næsta vetur geturðu leigt það aft-
ur,“ sögðum við.
Viku síðar sá ég mömmu um-
kringda trésmiðum og blikksmið-
um. Hún leit sakbitin á mig.
„Mamma! Hvað ertu eiginlega að
gera?“
„Ja, þú getur séð, að ég er að
láta breyta dagstofunni í svefnher-
bergi og láta setja salerni í skáp-
inn þarna. Svo loka ég fremri svöl-
unum með gleri, og þá er hægt að
nota þær fyrir setustofu. Baksvöl-
unum skipti ég i tvö herbergi. Þá
get ég haft átta til tíu gesti.“
„Þú makalausa mamma mín!“
„Og ef ég á að geta haft húsið
áfram, verð ég að ráða eldabusku,
og hvort hún lagar mat fyrir okk-
ur tvær eða nokkra fleiri munna,
skiptir engu má!i.“
„Nei, það getur verið að það sé
rétt,“ sagði ég áhyggjufull.
í næstu andrá var hún komin
að einum trésmiðnum til að gefa
honum einhverjar fyrirskipanir.
Með léttum, hröðum skrefum.
Mamma mín var að verða ung í
annað sinn.
*
HREINT VATN í ÚRALFLJÓTI.
Fyrsti hluti vatnshreinsunarstöðvar fyrir iðnaðarborgina Oren-
burg í suðurhluta Úral hefur verið tekinn í notkun. Stöðin hreins-
ar uppundir 200 þúsund rúmmetra frárennslisvatns á dag. Hreins-
unin er bæði líffræðiltg og vélræn, og auk þess setur stöðin súr-
efni í vatnið og sótthreinsar öll úrgangsefni. í tengslum við stöð-
ina er lífefnafræðileg rannsóknarstofa.
Áður var allt úrgangsvatn frá húsum og iðnfyrirtækjum í Oren-
burg síað, áður en það var leitt út í Úralfljótið. Með tilkomu þess-
arar nýju hreinsistöðvar mun frárennslisvatnið verða miklu hreinna
en áður. APN.
Karlmenn leika með vináttu sína eins og knött á velli, og hún
lætur ekki á sjá. Konur gæta hennar sem glers og hún brotnar í
þúsund mola.
Anne Morrow Lindbergh.