Úrval - 01.03.1975, Page 80
78
Þegar þau vöknuðu á sunnudags-
morgninum, sáu þau að fennt hafði
upp á miðjar hliðar bílsins. Þenn-
an dag átti Diana afmæli, Hún
varð 31 árs. Þau töluðu um að þetta
væri nýstárlegur háttur til að
halda upp á afmæli. Þau bollalögðu
um, hvort þau ættu að bíða í bíln-
um eftir björgun, eða fikra sig í
gegnum hnédjúpan snjóinn. Scott
taldi, að þau væru ekki meira en
um 8 km frá skógarvarðarstöðinni.
,,Við komumst þangað án mikillar
fyrirhafnar," sagði hann við Diönu.
Hún var sammála og gaf Emily að
drekka, áður en þau lögðu af stað.
Scott hélt á undan með Emilv á
bakinu og Diana fylgdi í slóð hans.
Þau komust ekki nema nokkra
metra án þess að hvíla sig. Við
hverja beygju á hlykkjóttum veg-
inum héldu þau, að þau myndu
komast á aðalveginn, en í stað þess
sáust bara nýjar beygjur. Um kl.
10, eftir tveggja tíma göngu, stöns-
uðu þau og Emily fékk að drekka.
Diana át snjó. Það var eina ráðið,
sem hún sá, til að mjólkin minnk-
aði ekki. (Örugg leið til að tapa
líkamshita er að éta snjó. Það þarf
jafn mikinn hita til að breyta einni
únsu af snjó í vatn og þarf til að
hita únsu af vatni við stofuhita
upp að suðumarki).
Scott og Diana gengu tvo klukku-