Úrval - 01.03.1975, Side 89
PABBI, GETURÐU SKOLAÐ . . . ?
87
handlegginn fyrir milljón?“ (Það
þarf frekari útskýringar í kring-
um þessa spurningu: Hversu sárt
það væri, og hvort sjúkrasamlagið
borgaði það). ,,Ef ég væri að
drukkna og mamma væri að
drukkna, hvorri myndirðu þá
bjarga?" (Rétt svar: „Ég myndi
fórna sjálfum mér og bjarga ykk-
ur báðum.“ Það er innifalið í spurn-
ingunni að tveir eiga að komast af,
og eins víst er að mamma sé r>vo
nærri, að hún heyri). „Hvert fara
dúfurnar, þegar þær deyja?“ (Segðu
ekki í holu bak við hús. Finndu
eitthvað annað). „Hvað eigum við
mikla peninga?“
Gakktu óhræddur móti stórviðr-
inu, vertu rólegur, sannfærandi
stuttorður. Ef barnið langar að
skemmta sér, getur það lesið And-
rés Önd. Ef það er að leita að veik-
um punkti, láttu það þá ekki finna
hann hjá þér.
Feisal konungur í Saudi Arabíu, sem nú á dögum olíukrepp-
unnar er talinn einn af ríkustu og voldugustu mönnum veraldar,
var fulltrúi á þingi, sem haldið var í San Francisco árið 1945 til
undirritunar samningi við Bandaríkin. Hann var þá prins, og þá
eins og nú klæddist, hann víðri kápu og bar túrban með slæðu á
höfði.
Utanríkisráðherra Filippseyja minnist þess enn í dag, að hann
hlustaði á tal ungra stúlkna, sem voru í móttökusal Hotel Francis,
og ein þeirra sagði:
„Hvað skyldi hann fela undir þessum feldi?“
Feisal sneri sér að henni og sagði: „Unga konu, elskan mín.“
Marie Manning, eiginkona Paul Mannings bankastjóra, var einu
sinni á ferðalagi svo hrifin af garði í Noregi, að hún gat ekki
neitað sér um að opna hliðið og ganga inn.
Fám andartökum síðar varð hún vör við mann, sem svaf létt-
klæddur í hengirúmi inni í garðinum.
„Afsakið,“ sagði hún, „en ég gat ekki staðist freistinguna að
koma inn í svona stórkostlegan garð.“
„Það gleður mig innilega, að þér njótið hans,“ svaraði maður-
inn, sem var Ólafur Noregskonungur.
Veldi Bandaríkjanna felst ekki fyrst og fremst í menntun fólks-
ins í samanburði við aðrar þjóðir, heldur í hæfni íbúa þeirra til
að kannast við mistök sín.
Alexis de Toegeville.