Úrval - 01.03.1975, Side 96
94
ÚRVAL
^Börhiti
okkar
K.H. sendi einnig næstu tvær:
Einn minna ágætu sona heitir
Pétur, og eins og börnum er títt,
þykir honum það nafn ákaflega
gott og merkilegt og líður engum
að uppnefna sig, bregst hinn versti
við, ef hann er kallaður Pési, Pét-
ur pulsa eða eitthvað ákaflega
óvirðulegt. Um daginn kom frænka
hans í heimsókn, og þegar þau
heilsuðust, fannst henni röddin í
honum eitthvað torkennileg, svo
að hún spurði: ,,Hvað er þetta, ert
þú rámur?“ Hann leit á hana
þykkjuþungur og sagði með áherslu:
„Nei, ég er Pétur.“
K.H.
Verðlaunin fær að þessu sinni
K.H. fyrir eftirfarandi sögu:
Það er varla ofsögum sagt af
áhrifum sjónvarps á blessuð börn-
in, sem eru hvað spenntust, ef þau
fá að sjá einhvern bófahasar. Það
var hér eitt sinn, þegar sonur minn.
þá fjögurra ára, hafði fengið að
horfa á einn góðan vestra í sjón-
varpinu, þar sem umtalsverður
fjöldi manna féll fyrir byssukúl-
um, að hann var eitthvað að velta
fyrir sér ættfeðrum sínum og
spurði: „Mamma, átt þú ekki afa?“
„Nei,“ svaraði ég, „þeir eru báðir
dánir.“ Hann hugsaði málið um
stund og spurði svo grafalvarleg-
ur: „Hver skjótti þá?“
K.H.
Málfar barna getur oft verið
bráðskemmtilegt, einkum þegar
þeim er mikið niðri fyrir, og því
til sönnunar nefni ég eitt dæmi af
þriggja ára syni mínum. Hann kom
eitt sinn heldur ófrýnilegur heim
og lak af honum drullan, enda
hafði hann stungist ofan í heldur
sóðalegan skurð. Leiksystkini hans
höfðu manað hann til að reyna að
stökkva yfir skurðinn, og svo sagð-
ist honum þannig frá: „En ég da.tt
bara í skurðinn, og svo hlóuðu þau
og hlóuðu og gutu ekki nema hló.“
K.H.
Þessi þáttur byggist á þátttöku
lesenda. Besta sagan hverju sinni
að mati ritstjórnar er verðlaunuð
með kr. 500. Utanáskriftin er: Úr-
val, pósthólf 533, Reykjavík.