Úrval - 01.03.1975, Side 102
100
hjónabandsins" og „Lostafulla kon-
an“.
Þegar manni verður hugsað til
þess, hve langt við höfum farið, er
erfitt að verjast örvæntingu við til-
hugsunina um það, hvernig mögu-
leikinn hefur sloppið framhjá okk-
ur. Því í stað þess að dýpka og
styrkja samböndin, í stað þess að
kasta frá okkur sektinni og þrosk-
ast hið innra, höfum við nú á tím-
um komið okkur upp „Olympíu-
leikum svefnherbergisins", með
hinni óhjákvæmilegu harðstjórn af-
ÚRVAL
rekanna, óraunverulegri tilætlunar-
semi og misskilinni frelsun.
Það var ekkert sérlega dýrmætt
í hinum gömlu kynlífshömlum
vegna hamlanna sjálfra. Margt í
þeim var skaðlegt. En þegar gömlu
hömlunum og siðferðisreglunum
hafði verið vikið úr vegi, hefðum
við verið miklu betur á vegi stödd,
ef hjón hefðu fengið ráðrúm til að
kynnast kynlífi eins og það getur
best orðið: Uppspretta ánægju og
unaðar, aðferð til að dýpka stöð-
ugt og auðga sambandið.
☆
Ég var ofan í bæ að versla, þegar ég kom auga á konu fyrir
framan mig, sem ég hélt að ég þekkti. „Halló frænka!“ kallaði ég
og klappaði henni á bakið.
Konan sneri sér við og leit á mig. Þetta var ekki frænka mín.
Þessi kona var jafn há og hún frænka mín og eins klædd, og að
öðru leyti mjög svipuð henni.
'Ég hamaðist við að afsaka mig og konan tók því vel. Að lokum
opnaði hún veskið sitt og um leið og hún flýtti sér burtu, rétti hún
mér nafnspjald, sem á stóð: HELEN MILLER, SJÓNGLERJA-
FRÆÐINGUR. N.K.
Snjórinn hafði hlaðist niður á götur Seattle og ég þurfti að
ösla í gegnum hann. Á leið minni framhjá stóru húsi tók ég eftir
bréfpoka, sem hoppaði í loftinu fyrir framan mig. Ég leit upp
eftir skærlitu bandinu, sem pokinn dinglaði í, þar til ég kom auga
á gamla konu, sem hélt í spottann, milli rimlanna á svölum íbúðar
sinnar á annarri hæð.
„Viltu vera svo væn að taka bréfið úr pokanum og koma því í
póstkassann úti við hornið," kallaði hún til mín.
Eg veit ekki hvor okkar hefur verið þakklátari, gamla konan,
fyrir að ég kom bréfinu hennar í póstkassann, eða ég, meðan ég
maulaði í mig tvær úrvalsgóðar smákökur, nýbakaðar og ilmandi,
sem voru hjá bréfinu í pokanum.
B.G.