Úrval - 01.03.1975, Blaðsíða 107
„ÞAÐ HEFUR LIÐIÐ YFIR . . .
105
gjöldin sín á Bader Field flugvell-
inum fyrir utan Atlantic City.
Hann heyrði orðaskipti Mörthu og
Swearingen í talstöð flugvallarins,
og flýtti sér út í hraðskreiða tveggja
hreyfla Bonanza vélina sína, 4954
B. Corson hafði flogið síðan hann
var 16 ára gamall. Hann hafði einu
sinni átt Comanche og mundi vel
stjórntæki hennar og mælaborð.
Kannski hann gæti hjálpað, hugs-
aði hann, um leið og hann hélt í
loftið. „Atlantic City þetta er 4954,
Bravo. Hvar er týndi fuglinn?"
VAN SWEARINGEN: „4954 Bra-
vo, flugvélin er nú 5 mílur norð
austur af Atlantic City flugvelli.
Ertu kunnugur Comanche?"
CORSON: „Já. Viltu vísa mér á
hana?“
MARTHA, ÁKÖF: „Hefurðu ein-
hver fyrirmæli handa mér? Hef-
urðu mig á radarskerminum?“
VAN SWEARINGEN: „Já, ég hef
þig á radarskerminum." Svo beindi
hann máli sínu til Corson. „Fimm-
tíu og fjórir Bravo, beygðu til
vinstri, stefna tveir sex núll.“
CORSON: „Gott, vinstri tveir
sextíu. Hvernig er hún stödd með
bensín?“
VAN SWEARINGEN: „Dugir í
þrjár klukkustundir enn. Vanda-
málið er aðallega það, að hún kann
ekki að fljúga flugvél."
Flugumferðarstjórinn hafði nú
ekki lengur eirð í sér til að sitja,
heldur tvísteig, þegar punktarnir
tveir nálguðust á radarskerminum.
Allt í einu heyrðist sigri hrósandi
rödd Corsons: „Atlantic City. Ég
hef markið í stefnu tólf. Fjörutíu
og einn Pop, þetta er fimmtíu og
fjórir Bravo. Heyrirðu til mín vin-
kona? Eg er um það bil tveim míl-
um fyrir aftan þig? Ég ætla að
koma upp að þér hægra megin, svo
þú getir séð hvernig ég lít út.“