Úrval - 01.03.1975, Blaðsíða 110
108
ÚRVAL
CORSON: „Gott. Þú ert rétt fyrir
aftan mig. Ég ætla að hægja á mér.
Komdu upp að mér hægra megin.“
Nú vissi Corson, að úrslitastund-
in var upp runnin. Sérhver mis-
skilningur á orðum hans, sérhvert
hik í að framkvæma það, sem hann
mælti fyrir um, myndi þýða hast-
arlegan dauðdaga fyrir taugaspennt
fólkið í Comanche vélinni. „Nú
skaltu láta mig sem mest um að
tala,“ sagði hann við Mörthu.
„Hlusta þú bara. Hjólin eru niðri
og þú ert tilbúin að lenda. Sérðu
flugbrautina framundan?"
MARTHA: „Við sjáum flugvöll-
inn.“
CORSON: „Gott. Miðaðu á miðja
lendingarbrautina. Við fljúgum dá-
lítið innyfir hana, áður en við
ákveðum að lenda. Stefnirðu beint
á lendingarbrautina?"
MARTHA, SKELFD: „É'g sé þig
ekki!“
CORSON: „Fljúgðu bara beint.
Það er rétt, stúlka mín, haltu henni
nú réttri . . . Ég vil, að þú minnkir
bensínið . . . Núna! Ekki of mikið!
Ekki of mikið! Núna — alveg!“
Comanche vélin stefndi niður á
flugbrautina með nefið æði mikið
niður á við. Of mikið niður á við,
til að hægt væri að lenda heilu og
höldnu. „Nei!“ hrópaði Corson.
„Gefðu fullt bensín! Taktu stýrið
alveg að þér!“ Comanche vélin
rétti flugið og klifraði hratt.
Corson við Smith flugumferðar-
stjóra: „Við verðum að reyna þetta
nokkrum sinnum, hugsa ég.“ Svo
sagði hann við Mörthu: „Jæja, vin-
kona, þessi lendingarstefna var
næstum fullkomin, nema hvað þú
varst dálítið of hátt. Svo við verð-
um að koma inn dálítið lægra, og
þú átt að stjórna hæðinni með ben-
síngjöfinni. Skilurðu það?“
MARTHA: „Já.“
CORSON, þegar Comanche vélin
hafði lokið hringnum og var aftur
komin í lendingarstefnu: „Jæja, nú
stefnum við aftur á flugbrautina.
Haltu hæðinni nákvæmlega eins og
hún er.“
En víður flughringurinn fyrir
aðra tilraun gerði það að verkum,
að flugfólkið stóð frammi fyrir
nýrri og banvænni hættu. Þegar
Corson leit af Comanche vélinni
eitt andartak, sá hann net há-
spennulina beint í leið þeirra, að-
eins um fjórðungsmílu í burtu. „Það
eru vírar fyrir framan okkur! Upp
með vélina! Gefðu bensín!“
Martha gerði það og slapp að-
eins um sjötíu og fimm fet fyrir
ofan vírana.
CORSON: „Þetta var stórkost-
legt hjá þér. Settu nú nefið ofur-
lítið niður. Minna bensín . . . minna
bensín . . . minna bensín . . . Allt
í lagi, gefðu núna dálítið bensín,
gefðu bensín NÚNA! Rétt mátu-
lega til að koma þér innyfir lend-
ingarbrautina. Þetta er rétt.“
Corson stjórnaði Mörthu niður í
hundrað fet, lækkaði síðan sjálfur
flugið og sneri sinni vél. „Hvernig
líst þér á hana?“ spurði hann
Smith. „Ég er búinn að týna henni
í bili.“
SMITH: „Hún er næstum komin
innyfir endann á flugbrautinni."
CORSON: „Jæja vinkona, nú er
þetta næstum búið. Taktu bensín-
gjöfina af.“