Úrval - 01.03.1975, Side 115
SEKKJAPIPULEIKARINN . . .
113
endurtek — skal ekki, falla blett-
ur.“
Án frekari orðalenginga skálm-
aði herdeildin af stað á undan
sekkjapípuleikurunum tveimur og
einum trommuleikara við hljóðfall
lagsins „Hetjur Skotlands".
Hin erfiða níu klukkustunda
ganga til Kingley Vale var aðeins
forleikur að fimm daga stanslaus-
um pyntingum. Það var nætur-
árás, framrás, hörfun, næturvakt,
fótgönguliðsárás, skotæfingar, varð-
staða, vondur matur, kaldur mat-
ur. enginn matur, njósnir, víra-
klippingar, niðurrifsstarfsemi, vasl
í ám og rigning. Fjögurra daga
brimköld rigning. Allan þann tíma
talaði enginn við mig, nema til að
gefa mér skipun.
Kvöldið áður en við áttum að
snúa aftur, hnipraði ég mig saman
undir ábreiðunni minni, blautur,
drullugur og skjálfandi. Ég var
niðurbrotinn og hræddur. Á morg-
un var átjándi afmælisdagurinn
minn. Hugurinn hvarflaði aftur og
aftur heim til fjölskyldunnar í
Montpelier og afmæliskökunnar,
sem mamma var vön að baka. Að
þessu sinni var ég þakklátur fyrir
rigninguna. Hún faldi tárin mín.
„Er þér sama, þótt ég safni sam-
an dálítilli drullu og fái mér sæti?“