Úrval - 01.03.1975, Qupperneq 117
SEKKJAPÍPULEIKARINN . . .
115
við hlið mér. Ég kinkaði kolli, og
hann tók þau upp. „Vertu kyrr
hérna,“ sagði hann. „Ég kem aft-
ur.“
Hann kom aftur með pinkilhnýti
og sjúkrakassa. Á þessum dögum
voru pípuleikarar og trommuleik-
arar einnig sjúkraliðar deildanna.
„Farðu úr sokkum og skóm,“ skip-
aði hann og rak hitamælinn upp í
mig. Hann las á mælinn við skím-
una frá vasaljósi, sletti tungu í
góm, hristi þrjár pillur úr glasi og
tautaði. „Gleyptu þetta!“
Að því loknu sótthreinsaði hann
fætur mína og bjó um þá. „Hérna,
farðu í þessa þurru sokka.“
„Hvar fékkstu þurra sokka?“
„Á sama stað og ég fékk þurr
teppi,“ sagði hann og hnykkti
höfðinu í áttina að pinklinum.
„Birgðavörðurinn slær ekki hend-
inni á móti rommi annað slagið,
þótt það sé svokallað lyfjaromm.
Við skulum lappa svolítið upp á
sárin á öxlunum á þér.“
Þegar liðskönnunin var gerð
morguninn eftir, var Keay sekkja-
pípuleikari fyrir aftan mig, og
glaðlegt bros ljómaði upp leður-
brúnt andlit hans: „Ennþá hrædd-
ur?“ spurði hann.
„Já!“
„Það er nú sama. Þú stendur þig
í þessari göngu, því Keay gamli
pípuleikari ætlar sjálfur að ganga
úr skugga um, að þú gerir það.“
Fimmtíu mínútna ganga, tíu mín-
útna hvíld, fimmtíu mínútna
ganga, tíu mínútna hvíld. Kíló-
metrarnir þokuðust undir fætur
okkar, þegar þreytt og leirug A
deildin þrammaði í áttina heim.
Þegar leið á fjórðu klukkustund-
ina, fór að blæða úr fótunum á
mér. McCallum, liðþjálfi, kom upp
að hlið minni: „Blæðir úr fótunum
á þér, Kelley?"
„Já, liðþjálfi."
„Þetta sagði Keay pípuleikari.
Næst þegar við stönsum, farðu þá
úr stígvélunum og Keay lappar
upp á fæturna á þér. En ég vil að
þú vitir, að þú hefur staðið þig
mjög vel.“
Þessi hlýlegu orð liðþjálfans voru
eins og besta lyfjagjöf. í næstu
hvíld bjó Keay um fætur mína.
Svo rétti hann mér litla flösku.
„Drekktu þetta!“
Ég svelgdi þetta í mig og saup
hveljur: „Hvað er þetta?"
„Afmælisdrykkurinn þinn. Svo-
lítið af rommi, sem birgðavörður-
inn fékk ekki í gærkvöldi. Það
heldur þér gangandi klukkustund
í viðbót.“
Næstu fimmtíu mínúturnar gat
ég ekki betur séð, en Keay væri
hvarvetna meðfram röðinni, þegar
hann var ekki að leika á sekkja-
pípuna sína. Ég sá hann tala við
Dorrance lautinant, síðan við stór-
vaxinn, óbreyttan hermann að
nafni Berry, og loks við yfirlið-
þjálfanm Yfirliðþjálfinn hélt síðan
til Griffins majórs. Þeir stungu
saman nefjum stundarkorn, svo
kinkaði majórinn kolli og brosti.
Næsti hluti göngunnar var sá,
sem ég óttaðist mest. Þá var röðin
komin að mér að halda á ellefu
kílóa Bren-vélbyssunni. í hvíldar-
tímanum fór ég til Berrys til að