Úrval - 01.03.1976, Síða 3
Úrval
Mars
1976
Margir hafa fundið hjá sér hvöt til að skrifa og jafnvel hringja til að
gefa okkur til kynna, að letrið, sem notað var í janúar- og febrúarhefti
Úrvals þætti ekki sem þægilegast aflestrar. Margir létu þess getið, að
þetta leiddi til stóraukinnar sölu á stækkunarglerjum, einn sagði meira
að segja að þetta væri ekki lesandi nema með kíki!
Með marsheftinu getum við glatt lesendur okkar með því, að á þessu
hefur verið ráðin bót. Nú vonum við bara, að þið finnið ekki sérstaka
hvöthjáykkurtilaðkaupakíkiogsnúahonumöfugt! — Annarsemtvær
hliðar á þessu máli eins og öðmm: í janúarheftinu var til dæmis 25%
meira efni á sama síðufjölda heldur en með gamla letrinu. Svo þar fengu
lesendurnir þó óvænta verðlækkun núna í dýrtíðinni — eða ætti ég
kannski að segja meira fyrir peningana en þeir gerðu ráð fyrir?
Það letur, sem nú er notað, tekur nokkurn veginn jafn mikið til sín og
það, sem notað var með gömlu blýsetningunni, þannig að efnismagnið
er hið sama og var. Hins vegar vonumst við til, að það þyki mun
þægilegra í lestri. Við viljum eindregið hvetja fólk til að stinga niður
penna og láta okkur vita hvort þetta líkar ekki betur — satt að segja
þykir undirrituðum þetta skemmtilegt letur og auðlæsilegt.
Og úr því við emm að fjalla um Úrval og lesendur þess, er ekki úr vegi
að benda á, að á bls. 80 birtum við glefsur úr lesendabréfum, sem borist
hafa upp á síðkastið.
Ritstjóri.
Mars
Þegar sólin fer að hækka sinn gang, bregður hún undarlegum
litbjarma á fönnum þakið landið. Þá er gaman að vera ung og eiga rauða
peysu og veltast um í snjónum, eða eins og þessi unga dama að klífa
Grábrók og horfa yfir fagurt land og hvítt. Ljósm. Á. G.