Úrval - 01.03.1976, Síða 4
2
ÚRVAL
Tveir sjúklingar, sem voru saman á
stofu I geðsjúkrahúsinu, fengu jólagjafir.
Annar fékk hamar, en hinn gríðarmikinn
nagla, líklega fimm- eða sextommu gaur.
Þeir vildu fara að prófa þessi verkfæri.
Sá, sem naglann fékk, hélt hausnum af
honum að veggnum, en hinn barði á
oddinn með hamrinum.
Ekkert gekk.
Allt í einu kippti naglaeigandinn
naglanum frá, leit á félga sinn og mælti:
,,Fuglinn, sem bjó til þennan nagla,
hefur verið eitthvað vitlaus. Hann hefur
látið oddinn á vitlausan enda.”
Þá hló hinn hátt, og svaraði:
,,Ónei, góði, það ert þú, sem ert
skrýtinn. Sérðu ekki, að þessi nagli gengur
að veggnum á móti?
Ef Jóhannes vcðjaði á hross, varð það
síðast, ef hann gat valið um tvær lyftur,
fcstist sú milli hæða, sem hann tók,
þegar hann fór í biðröð, reyndist hún vcra
vitlausu megin, og allt annað var eftir
þessu. Dag nokkurn þurfti hann svo að
fara til fjarlægrar borgar. Þá leið gat
hann aðcins farið mcð einni flugvcl, svo
hjarta hans kipptist til af gleði. Nú gat
ekkcrt farið úrskeiðis, úr því hann þurfti
ekki sjáltur að velja. Hann fór með flug-
vélinni.
En honum til skelfingar kviknaði f
flugvélinni, og svo tók hún að missa hæð.
Það var augljóst, að þetta gat ekki endað
á nema einn veg. Svo Jóhannes tók að
biðjast fyrir, og beindi bænum sfnum til
uppáhalds dýrlingsins, heilags Fransiskus-
ar. ,,Ó, heilagur Fransiskus,” sagði
Jóhannes. ,,Eg hef aldrei á ævinni getað
valið rétt. Ég veit ekki hvers vegna. Ég hef
alltaf lagt að mér til að gera rétt. En
ég hef borið kross minn með þolinmæði.
Að þessu sinni átti ég cngra kosta völ.
Fyrir hvað cr þá vcrið að refsa mér?”
I sama bili kom risavaxin hönd úr
skýjunum og hreif hann út úr hrapandi
flugvélinni. Himnesk rödd sagði: ..Sonur
minn, ég get bjargað þér, ef þú hefur
í raun og sannleika beint bænum þínum
til mín.
,Já, heilagur Fransiskus,” hrópaði
Jóhannes. ,,F.g beindi bænum mínum til
þín.'’
„Einmilt." sagði himneska röddin.
,,Og til hvaða heilags Fransiskusar? Xavicr
eða Assisi?" H.M.