Úrval - 01.03.1976, Síða 6
4
ÚRVAL
lokinu af kassanum, og þreif upp fyrsta
hlutinn, sem hendin á mér rakst í — út-
slitinn baseballhanska, linan eins og
gamait bananahýði, raunverulega hand-
ónýtan. ,,Þessi verður þér ekki að neinu
gagni, Jeff. Við skulum henda honum.”
,,Nei,” hrópaði hann skelfdur. ,,Ég
má ekki missa hann. ’ ’
,,Hvað kom fyrir hanskana, sem þú
fékkst I jólagjöf?”
,,Ég nota þá ailtaf, ” sagði hann.
,,Ef það eru þeir einu sem þú notar,”
hélt ég áfram og sveiflaði drusiunni
fyrir framan nefið á honum, „hversvegna
eigum við þá að vera að geyma þetta?”
,,Af þvi að ég held upp á hann,”
svaraði Jeff viðstöðulaust.
Hann hafði sigrað mig. Enginn nema
harðstjóri myndi biðja dreng að henda
uppáhaldsbaseballhanskanum sínum. Ég
gramsaði í ruslinu, sem var I kassanum,
og greip hiut, alþakinn leiðslum, hjólum
og gormum. ,,Hvað erþetta?”
„Þetta er vélin úr módeljárnbrautinni
hans Bobbys. Við skiptum.”
,Jæja,” sagði ég tortryggin.” Og fyrir
hvað?”
„Hanskana, sem ég fékk í jólagjöf.”
„Hvað segirðu? Þessa vönduðu
hanska. ’ ’
„Það er allt í lagi með það,” ansaði
hann fljótmæltur. Hann þekkti hættu-
merkið, kinnar mlnar voru farnar að tútna
út af reiði. „Bobby bað mig að geyma
hanskana. ’ ’
„Það var stórfínt,” svaraði cg. „Og
hvað svo, þcgar hann vantar þá?”
„Það kemur ekki tii. Hann og fjöl-
skylda hans eru flutt til Kaliforníu.”
„Með öðrum orðum. Bobby skipti við
þig á mótornum fyrir ekkert. Það er ekki
heiðarlegt. ’ ’
, Jú, mótorinn er bilaður.
„Ágætt,” sagði ég. „Við hendum
honum þá.” Ég lagði af stað með hann
fram á ganginn.
„Ekki henda honum!” hrópaði hann.
„Ég þarfnast hans.”
Ég stansaði og horfði á hann, þar til
ég var viss um að hann var farinn að
skammast sln. „Með leyfi, til hvers
geturðu notað bilaðan lestarmótor?”
„Ég ætla að hella plasti yfir hann og búa til
bréfapressu úr honum og gefa hann I
jólagjöf. Þú hefur alltaf sagt, að þegar þú
varst drengur, hafirðu sjálfur útbúið allar
þínar jólagjafir sjálfur....”
„Allt I lagi.” Ég henti mótornum I
kassann aftur, dálltið harkalegar en efni
stóðu til, og tók I staðinn kllstruga dós,
fulla af gagnsæum, gráum vökva. „Hvað
er þetta?” spurði ég skipandi. „Hvaða
safni tilheyrir þetta?”
„Þetta tilheyrir plastföndurdótinu
mínu. Ég nota það þegar ég geri....”
Ég var þegar á hraðri leið út úr herberg-
inu og heyrði þvl ekki endi setningar-
innar. En þið hljótið að skilja hvað ég á
við. Fólk lætur sér annt um furðulcgustu
hluti, og það er sama hvað þú segir, ekkert
getur fengið það til að losa sig við þá.
Venjulega er konan mln reglusöm
manneskja. Hún man hvar vetrarfrakkinn
minn er niður kominn og hvaða dag
Sheppardshjónin buðu okkur I mat.
En hafirðu á móti cinhvcrju, sem er úr sér
gengið eða brotið, umhverfist hún. Fyrir
stutiu sagði hún að sig vantaði meira