Úrval - 01.03.1976, Page 7
hillurými í þvottahúsinu. Ég litaðist þar
um.
,,Þú þarft ekki fleiri hillur,” tilkynnti
ég. „Það sem þú þarft að gera, er að losna
við eitthvað af þessu drasli. Hefurðu gert
þér grein fyrir því, elskan mtn, að þú átt
hvorki meira né minna en fjögur strau-
járn.”
„Ég veit það,” svaraði hún rólega og
hélt áfram að afhýða kartöflurnar. „Þau
eru biluð.”
, Já, ég bjóst við því, og geri ráð fyrir að
það megi ekki henda þeim?”
„Almáttugur! Nei, ég ætla að láta gera
við þau.”
„Öll fjögur?”
„Auðvitað. Hversvegna ekki?”
Ég barðist við kinnarnar á mér, sem
voru farnar að blása út.
„Vegna þess, að það kostar tvö þúsund
krónur að gera við hvert þeirra. Og meðal
annarra orða, hvað'er að straujárninu,
sem þú fékkst I gjöf frá bankanum, þegar
þú fluttir viðskiptareikninginn þangað?”
„Það er einhver kengur I því. Það
verður að rugga til litla tippinu, sem er
ofan á handfanginu allan tímann sem
maður notar það. ”
„Þá það,” sagði ég. „Það eru þá fimm
biluð straujárn. Við skulum velja úr það,
sem þér líkar best við, senda það I viðgerð
og henda hinum.
„Henda þeim? Hefurðu gert þér grein
fyrir, hvað straujárn kosta nú til dags?”
„Ég er bara að reyna að koma þér I
skilning um, að það getur stundum
borgað sig að kaupa nýjan hlut. Engin
ástæða til að bæta gráu ofan á svart.”
„Svei attan,” fnæsti hún. „Ég á bara
að fara út og kaupa nýtt straujárn. Þá
myndirðu fyrst segja eitthvað.
Ég fékk óþægindatilfinningu og fann
að hún var að sigra mig, en það var of
seint að snúa við. ,,Nei, ég myndi ekki
segja neitt, ef gömlu væru ónýt.”
„Þá það,” sagði hún efablandin.
Hún keypti nýtt straujárn og ég henti
þeim gömlu. Viku slðar átti ég leið um
þvottahúsið og rakst á eitt af þeim
gömlu. „Þú geymdir þá eitt af þeim
biluðu?” hvein I mér. „Auðvitað,” svar-
aði hún hæglátlega. „Það er til vara. Það
virkar, ef þú ruggar til tippinu á hand
fanginu, þegar þú ert að nota það.”
Eða söfnunarnáttúran. Ef þú átt meira
en einn hlut af einhverju — gömlum
fjöðrum, flöskutöppum, skringilega lög-
uðum sprekum — þá er það orðið að
safni, og er allt of dýrmætt til að því verði
fleygt. Ég fékk lexlu I þessu I kofanum,
sem við dvöldum I um verslunarmanna-
helgina síðustu. Þá kom Alice, táningur-
inn okkar, með stærðar stein meðferðis
I þann mund, sem við vorum að pakka
niður og fara heim.
„Hvað er nú þetta?” spurði ég krefj-
andi.
„Fyrir steinasafnið mitt,” svaraði hún.
„Einn klettur er ekki safn,” greip ég
fram I.
Hún hugsaði sig um andartak og sagði
svo: „Af hverju er það ekki safn,
nema ég eigi fleiri?”
Ég horfði á hana meðan ég hugleiddi
þessa ískyggilegu spurningu. „Ég ætla
ekki að láta þvæla mér út í neinar sál-
fræðiumræður. Einn hlutur telst ekki
safn; þannig er nú það.”