Úrval - 01.03.1976, Síða 7

Úrval - 01.03.1976, Síða 7
hillurými í þvottahúsinu. Ég litaðist þar um. ,,Þú þarft ekki fleiri hillur,” tilkynnti ég. „Það sem þú þarft að gera, er að losna við eitthvað af þessu drasli. Hefurðu gert þér grein fyrir því, elskan mtn, að þú átt hvorki meira né minna en fjögur strau- járn.” „Ég veit það,” svaraði hún rólega og hélt áfram að afhýða kartöflurnar. „Þau eru biluð.” , Já, ég bjóst við því, og geri ráð fyrir að það megi ekki henda þeim?” „Almáttugur! Nei, ég ætla að láta gera við þau.” „Öll fjögur?” „Auðvitað. Hversvegna ekki?” Ég barðist við kinnarnar á mér, sem voru farnar að blása út. „Vegna þess, að það kostar tvö þúsund krónur að gera við hvert þeirra. Og meðal annarra orða, hvað'er að straujárninu, sem þú fékkst I gjöf frá bankanum, þegar þú fluttir viðskiptareikninginn þangað?” „Það er einhver kengur I því. Það verður að rugga til litla tippinu, sem er ofan á handfanginu allan tímann sem maður notar það. ” „Þá það,” sagði ég. „Það eru þá fimm biluð straujárn. Við skulum velja úr það, sem þér líkar best við, senda það I viðgerð og henda hinum. „Henda þeim? Hefurðu gert þér grein fyrir, hvað straujárn kosta nú til dags?” „Ég er bara að reyna að koma þér I skilning um, að það getur stundum borgað sig að kaupa nýjan hlut. Engin ástæða til að bæta gráu ofan á svart.” „Svei attan,” fnæsti hún. „Ég á bara að fara út og kaupa nýtt straujárn. Þá myndirðu fyrst segja eitthvað. Ég fékk óþægindatilfinningu og fann að hún var að sigra mig, en það var of seint að snúa við. ,,Nei, ég myndi ekki segja neitt, ef gömlu væru ónýt.” „Þá það,” sagði hún efablandin. Hún keypti nýtt straujárn og ég henti þeim gömlu. Viku slðar átti ég leið um þvottahúsið og rakst á eitt af þeim gömlu. „Þú geymdir þá eitt af þeim biluðu?” hvein I mér. „Auðvitað,” svar- aði hún hæglátlega. „Það er til vara. Það virkar, ef þú ruggar til tippinu á hand fanginu, þegar þú ert að nota það.” Eða söfnunarnáttúran. Ef þú átt meira en einn hlut af einhverju — gömlum fjöðrum, flöskutöppum, skringilega lög- uðum sprekum — þá er það orðið að safni, og er allt of dýrmætt til að því verði fleygt. Ég fékk lexlu I þessu I kofanum, sem við dvöldum I um verslunarmanna- helgina síðustu. Þá kom Alice, táningur- inn okkar, með stærðar stein meðferðis I þann mund, sem við vorum að pakka niður og fara heim. „Hvað er nú þetta?” spurði ég krefj- andi. „Fyrir steinasafnið mitt,” svaraði hún. „Einn klettur er ekki safn,” greip ég fram I. Hún hugsaði sig um andartak og sagði svo: „Af hverju er það ekki safn, nema ég eigi fleiri?” Ég horfði á hana meðan ég hugleiddi þessa ískyggilegu spurningu. „Ég ætla ekki að láta þvæla mér út í neinar sál- fræðiumræður. Einn hlutur telst ekki safn; þannig er nú það.”
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.