Úrval - 01.03.1976, Síða 18

Úrval - 01.03.1976, Síða 18
16 ekki heimleiðis aftur eftir að maður er kominn í 1. deild. Skurðlaeknirinn kom inn og batt endi á þessar döpru hugsanir mínar. Það var maðurinn með skrýtnu gleraugun, sem hafði verið valinn til þess að gera upp- skurðinn. Við komumst fljótt að þvl, að við höfðum báðir verið í hernum á Fil- ippseyjum í síðari heimsstyrjöldinni. Nú var hann kominn á áttræðisaldur og hættur störfum að nokkru leyti. Ég velti því fyrir mér, hvort hann tæki ofan þessi skrýtnu gleraugu, á meðan hann gerði þennan nákvæmnisuppskurð. Skurðlæknirinn virtist hafa meiri áhuga á að rifja upp frelsun Manila en að ræða um húðkrabbameinið mitt. En loks sneri hann sér að undirbúningi uppskurðar- ins. „Sogæðakerfið er helsta innrásarleið húðkrabbameinsins”, sagði hann við mig. Hann lyfti upp náttjakkanum mínum og renndi hægri vísifingri þvert yfir bak mér og sýndi leiðina, sem skurðhnífur hans mundi halda. Að síðustu stakkst vísifing- ur hans undir hoihönd mér og kom í ljós aftur framan við öxlina, en þar átti þessi 45 sentimetra langi skurður loks að enda. Taka átti I burtu allt sogæðakerfið frá miðju baki að efsta hluta hægri fram- handleggs. „Sjúkdómafræðingarnir munu svo rannsaka vefi nákvæmlega,” sagði hann. „Þeir munu skeru burt ör- þunnar sýnissneiðar úr ýmsum hlutum sogæðanna og úr eitlunum. ” Síðan hellti hann yfir mig þessari Isköldu staðreynd án nokkurrar viðvör- unar: „Hafi húðkrabbafrumurnar náð til sogæðaeitilsins í holhöndinni, eru 50% ÚRVAL líkur á því, að þær hafi komist enn lengra.” Þriðjudagurinn, sjálfur uppskurðar- dagurinn, reyndist verða auðveldasti dag- urinn, þegar allt kom til alls. Nú gat ekkert framar komið mér á óvart. Nú var ekki um neina frekari völ að ræða. Nú var ekkert annað fyrir mig að gera en að slaka á. Leiðsla var tengd við æð I vinstri hendi minni og vökvi seytlaði inn um hana inn 1 blóðrásarkerfi mitt. Uppskurð- urinn var að hefjast. Ég starði á sekúnduvísinn á vegg- klukkunni I hvítu skurðstofunni hreyfast hvern hringinn á fætur öðrum, þegar hljómmikil rödd að baki mér sagði: „Ég er svæfingalæknirinn.” Klukkan var eitt. Eftir nákvæmlega 20 mlnútur mundi Helen lenda 1 New York með flugvélinni frá Tokló. Hönd, klædd gulum skurðhanska, teygði sig I áttina til mln og losaði um leiðsluna I vinstri hönd mér. Slðan var hvítum vökva sprautað úr litlu hylki beint inn I æðina. Ég fann sterk áhrifin ná beint til heilans næstum tafarlaust. „Teldu nú frá fimm niður I núll,” sagði hljómmikla röddin. „Fimm, fjórir,” heyrði ég sjálfan mig segja. „Þú ert nú kominn I hvlldarherbergið, herra Rowan. Andaðu djúpt,” sagði kvenrödd glaðlega. Ég fann til sælu- kenndar. Mér var svo hlýtt, að það var eins og handleggir mínir og fótleggir væru vafðir I rafmagnsteppi. Ég gerði mér mjög góða grein fyrir öllu umhverfi mínu, fyrir hinum sjúklingunum I herberginu á hinum ýmsu stigum meðvitundar eða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.