Úrval - 01.03.1976, Síða 20

Úrval - 01.03.1976, Síða 20
18 ORVAL sjálfur myndað ónæmi í llkama mínum gegn húðkrabbameini?” ,,Það er hugsanlegt,” svaraði hann. ,,Það hafa komið fyrir tilfelli, þar sem jafnvel fyrsta stigs skemmdir hafa horfið á dularfullan hátt. Já, það er þó nokkuð, sem bendir til þess, að llkami þinn gæti sigrast á sjúkdómnum af sjálfsdáðun. ” Ég hugsaði með mér, að því væri vlst eins farið með ónæmið og allt annað, hvað mannlegan líkama snerti. Alltaf varð að byrja á huga mannsins. Ég varð að byrja á þvi að útrýma hverjum votti af ótta um, að húðkrabbameinið hefði kannski sáð sér um líkama minn nú þegar. En ég gat ekki enn útrýmt þeirri hörku- legu staðreynd úr huga mér, að skurð- læknirinn hafði sagt við mig, að hefði krabbameinið náð til sogæðaeitilsins undir holhöndinni, væru 50% likur á þvi, að það væri einnig komið enn lengra.” Jæja, ég fengi þó að minnsta kosti að frétta af því á morgun, hver niðurstaða vefjarannsóknarinnar væri. Ég lá þarna i rúminu mínu og virti fyrir mér sólargeislana, sem dönsuðu á Austurá Ég komst að þeirri niðurstöðu, að ég gæti sannarlega hert huga minn gegn frekari árás krabbameinsins. Ég var viss um, að mér tækist það, hver svo sem niðurstaða vefjarannsóknarinnar yrði. Val mitt var einfalt, annaðhvort að eyða þeim hluta ævinnar, sem eftir var, í bið eftir því, að krabbameinið gerði sóknarhríð gegn mér, eða að sannfæra sjálfan mig um, að ég væri orðinn ónæmur fyrir þvl. Ég varð að trúa á ónæmið, treysta því, finna mátt þess. Skyndilega gerði ég það. Ég var orðinn ónæmur. Klukkan 8 næsta morgun hringdi Helen „Hvenær færðu að vita um niðurstöðu vefjarannsóknarinnar?” spurði hún. ,,Ég vil gjarnan vera hjá þér, þegar fréttirnar af henni berast til þín.” I sama mund gekk skurðlæknirinn svo rösklega inn I sjúkrastofuna, að hvíti skurðsloppurinn hans flaksaðist um fætur honum. Hann byrjaði að hrópa til mln, þegar hann var kominn inn á mitt gólf. Hann hrópaði svo hátt, að Helen gat heyrt til hans I gegnum símann: ,,Það er enginn vottur af krabbameini I tengiliðnum! Það er ekkert krabbamein I sogæðaeitlinum!” En ég vissi þetta, áður en ég fékk þessar fréttir. Ég færi ekki I 1. deild...ekki þetta leiktlmabil að minnsta kosti. ★ Einu sinni, þegar húmoristinn James Thurber hafði sem oftar gefið út ávísanir fyrir meiri upphæð en til var á reikningnum hans, var hann boðaður til fundar við bankastjórann. Sá varð meira en lítið undrandi, þegar Thurber skýrði fyrir honum, að hann skráði aldrei hjá sér þær ávísanir, sem hann léti af hendi. „Hvernig ferðu þá að því að vita, hve mikla peninga þú átt á reikningnum þlnum?” spurði hann. ,,Ég hélt að bankinn annaðist um það,” svaraði Thurber þurrlega. E. E. Edgar. f
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.