Úrval - 01.03.1976, Síða 28
26
ÚRVAL
sem gætu átt við veiðihund. En ég
hef ekki gefist upp ennþá...”
Henry Junes hafði mestan hluta
lífsins átt sér draum. Til fjórtán ára
aldurs hafði hann átt heima í sveit,
þar sem hann eyddi mörgum unaðs-
legum eftirmiðdögum á kanínuveið-
um með veiðihundinum sínum og
uppáhalds veiðitækjum. En þegar
faðir hans dó, varð hann að flytjast til
bæjarins með móður sinni til að
vinna fyrir lífsnauðsynjum. Henry
vann margt srnálegt meðfram skói-
anum. Síðar fór hann I kvöldskóla og
varð bankastarfsmaður, þar sem hann
sá mikla peninga, en varð ekki
eigandi nema lítils hluta þeirra.
Hann sat 35 ár á sömu skrifstofunni,
við sama skrifborðið og.vann sömu
verkin — dag eftir dag, mánuð eftir
mánuð, ár eftir ár.
En drauminn átti hann allan
tímann: Einn góðan veðurdag myndi
hann flytja út í sveitina aftur og
upplifa dýrðardaga æskuáranna. Og
nú, þegar hann var orðinn sextíu og
sex ára gamall, hafði hann keypt sér
hús — á eyðijörð, þar sem allt var í
niðurníðslu og þessvegna ekki mjög
dýrt, en býli var það samt! Það voru
ekki margar kanínur á enginu, en
aftur á móti hafði hann á gönguferð-
um sínum rekist á stóra hópa af
lynghænum og skemmt sér konung-
lega, þegar hann sá þær ganga á
vængjunum.
Hann hafði líka keypt sér góða
haglabyssu. En hund? Hann átti
engan, og hund eins og hann langaði
til að eiga var ekki auðvelt að fá,
jafnvel þótt hann ætti fyrir honum.
Og svo höfðu örlögin sent þennan
dásamlega veiðihund af himnum
ofan og látið hann lenda hjá þeim,
eins og hann hefði alltaf átt þar
heima.
Junes hafði frá byrjun gert sér
grein fyrir, að hann yrði að setja
tilkynningu í blöðin varðandi hund-
inn. Það var skylda hans og hann
skammaðist sín fyrir að vera ekki
búinn að því. Auðvitað myndi
eigandinn vilja fá svona fallegan
hund aftur, hugsaði hann — og hann
fann, að honum leið ekki rétt vel.
Nokkrum dögum síðar var aug-
lýsing komin í dagblaðið svohljóð-
andi: FUNDIÐ. HUNDUR. AF-
HENDIST EIGANDA EFTIR NÁ-
KVÆMRI LÝSINGU.
Vika leið og enginn spurði um
hundinn. Svo keyrði ókunnugur bíll
upp að framhlið hússins. Junes hafði
verið að búa til eplasafa og konan
hans var í þessu að koma úr ávaxta-
garðinum með svuntuna fulla af
plómum. Ókunni maðurinn gekk til
þeirra. Þau sáu að hann var hávaxinn,
og bros hans var drengjalegt, en þau
tóku líka eftir því að önnur jakkaerm-
in var tóm.
..Afsakið að ég trufla,” sagði
hann. ,,Ég kem til að... Nei,
eplasafi!” greip hann fram í fyrir
sjálfum sér og flautaði eins og
skólastrákur. ..Dásamlegur, nýr epla-
safi!' ’
Junes sótti glas og fyllti það úr