Úrval - 01.03.1976, Side 30
28
URVAL
,,189,” leiðrétti frú Junes hann
blíðlega.
, Jim?”
,,Sonur okkar. Hann var í áhöfn
flugvélamóðurskipsins Bunker Hill.
,,Bunker Hill hafði góða áhöfn,”
sagði ungi maðurinn hljóðlega. ,,Ég
er viss um, að þið eigið aðeins góðar
minningarum hann. Nú, þar sem ég
hef næstum étið ykkur út á guð og
gaddinn, verð ég víst að koma að'
erindinu. Það snertir hundinn.
Hundinn í auglýsingunni ykkar,”
sagði hann og dró klaufalega úr-
klippu upp úr vasa sínum, eins og
hann væri ekki alveg orðin vanur því
að gera alla hluti með annarri
hendinni.
,,Ó, já,” sagði Junes. ,,Hundur-
inn. ”
,,Fyrir fjórum vikum,” hélt ungi
maðurinn áfram, ,,sprakk á bílnum
mínum skammt héðan. Meðan ég fór
eftir hjálp, braust einhver inn í bílinn
og stal töskunni minni og hundin-
um. Mér var alveg sama um töskuna,
en hundurinn...
,,Hvernig hundur var það?”
heyrði Junes sjálfan sig spyrja lágri
röddu.
,,Stór, af ensku kyni, hvítur,
brúnn á bakið með glæsilegt gul-
brúntskott. Þegar hann Ieggst, hefur
hann fyrir vana að krossleggja fram-
lappirnar. Ég þekki hann undir eins
og hann mig.”
Þessi orð eyddu allri von Henry
Junes og i fyrsta skipti í margar vikur
undirstrikuðu hrukkurnar á andliti
hans og þreytulegt fasið þessi sextlu
og sex ár. Jafnvel þó maður viti að
eitthvað sé óumflýjanlegt, vonar
maður fram á síðustu stundu, að
kraftaverkið gerist.
En hann var heiðarlegur maður og
þessvegna sagði hann: , ,Ég er viss um
að þetta er þinn hundur, en hefurðu
nokkuð á móti því að kalla á hann
með nafni, svo ég geti séð hann
hlýða. Hann fór með nágrannadreng
til að sækja kýrnar ,en hann kemur
hingað innan skamms yfir engið.”
Þegar mennirnir tveir komu að
útjaðri engisins, fældu þeir upp hóp
af akurhænsnum, sem flúðu í áttina
að runnunum.
,,Sástu þær? Sástu þær? spurði
Junes ákafur. ,,Það var einmitt
hérna, sem ég fann hundinn. Hér
væri hægt að veiða vel af akurhæn-
um, en ég býst ekki við að ég geti lært
að hitta þær. Veistu, að ég hef ekki
haft tækifæri til að fara á veiðar síðan
ég var fjórtán ára strákur, og
núna...”
,,Augnablik,” greip ungi maður-
inn fram í. .,Segistu hafa fundið
hundinn hérna fyrir nokkrum dög-
um. Hvernig hagaði hann sér þá?”
,,Það var falleg sjón!” svaraði
Junes. ,,Hann stillti sér upp og stóð
þannig kyrr í langan, langan tíma
með lyft höfuð og sperrt skott. Eins
og stytta. Já, það var fögur sjón. En
ég er hræddur um, að ég læri aldrei
að hitta þær. Heldurðu að ég geti
það?” spurði hann ákafur. ,,Eða er
ég kannski of gamall?”