Úrval - 01.03.1976, Síða 30

Úrval - 01.03.1976, Síða 30
28 URVAL ,,189,” leiðrétti frú Junes hann blíðlega. , Jim?” ,,Sonur okkar. Hann var í áhöfn flugvélamóðurskipsins Bunker Hill. ,,Bunker Hill hafði góða áhöfn,” sagði ungi maðurinn hljóðlega. ,,Ég er viss um, að þið eigið aðeins góðar minningarum hann. Nú, þar sem ég hef næstum étið ykkur út á guð og gaddinn, verð ég víst að koma að' erindinu. Það snertir hundinn. Hundinn í auglýsingunni ykkar,” sagði hann og dró klaufalega úr- klippu upp úr vasa sínum, eins og hann væri ekki alveg orðin vanur því að gera alla hluti með annarri hendinni. ,,Ó, já,” sagði Junes. ,,Hundur- inn. ” ,,Fyrir fjórum vikum,” hélt ungi maðurinn áfram, ,,sprakk á bílnum mínum skammt héðan. Meðan ég fór eftir hjálp, braust einhver inn í bílinn og stal töskunni minni og hundin- um. Mér var alveg sama um töskuna, en hundurinn... ,,Hvernig hundur var það?” heyrði Junes sjálfan sig spyrja lágri röddu. ,,Stór, af ensku kyni, hvítur, brúnn á bakið með glæsilegt gul- brúntskott. Þegar hann Ieggst, hefur hann fyrir vana að krossleggja fram- lappirnar. Ég þekki hann undir eins og hann mig.” Þessi orð eyddu allri von Henry Junes og i fyrsta skipti í margar vikur undirstrikuðu hrukkurnar á andliti hans og þreytulegt fasið þessi sextlu og sex ár. Jafnvel þó maður viti að eitthvað sé óumflýjanlegt, vonar maður fram á síðustu stundu, að kraftaverkið gerist. En hann var heiðarlegur maður og þessvegna sagði hann: , ,Ég er viss um að þetta er þinn hundur, en hefurðu nokkuð á móti því að kalla á hann með nafni, svo ég geti séð hann hlýða. Hann fór með nágrannadreng til að sækja kýrnar ,en hann kemur hingað innan skamms yfir engið.” Þegar mennirnir tveir komu að útjaðri engisins, fældu þeir upp hóp af akurhænsnum, sem flúðu í áttina að runnunum. ,,Sástu þær? Sástu þær? spurði Junes ákafur. ,,Það var einmitt hérna, sem ég fann hundinn. Hér væri hægt að veiða vel af akurhæn- um, en ég býst ekki við að ég geti lært að hitta þær. Veistu, að ég hef ekki haft tækifæri til að fara á veiðar síðan ég var fjórtán ára strákur, og núna...” ,,Augnablik,” greip ungi maður- inn fram í. .,Segistu hafa fundið hundinn hérna fyrir nokkrum dög- um. Hvernig hagaði hann sér þá?” ,,Það var falleg sjón!” svaraði Junes. ,,Hann stillti sér upp og stóð þannig kyrr í langan, langan tíma með lyft höfuð og sperrt skott. Eins og stytta. Já, það var fögur sjón. En ég er hræddur um, að ég læri aldrei að hitta þær. Heldurðu að ég geti það?” spurði hann ákafur. ,,Eða er ég kannski of gamall?”
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.