Úrval - 01.03.1976, Qupperneq 33
SVIKARAR Á SVIÐIKYNLÍFSLÆKNINGA
31
Henni var sagt, að þetta væri gert til
að komast að því, hvort sjúklingurinn
hefði „dulda kynvilluhneigð. ”
Þannig mætti lengi telja.
Talið er, að 1 Bandaríkjunum séu
starfandi 3300 til 5000 kynlífslæknar.
Um helmingur ber nafn með rentu,
hitt eru svikarar og hafa sumir þeirra
afbrotaferil að baki. Gallinn er sá, að
þarí landi geta allir opnað lækninga-
stofu og kallað sig kynlífslækna. Þeir
þarfnast ekki löggildingar, engin
menntunarskilyrði em sett, og ekki
þurfa þeir heldur að fylgja siðaregl-
um venjulegra lækna.
Kynlífslækningar eru tiltölulega
nýjar af nálinni, en þær hafa breiðst
mjög ört út. Áður en dr. William H.
Masters og Virginia Johnson birtu
niðurstöður rannsókna sinna árið
1966, höfðu aðeins fáir sálfræðingar
og geðlæknar reynt að glíma við
vandamál kynlífsins. Þau sýndu fram
á, að oft er unnt að leysa slík
vandamál. Ef menn þjást til dæmis af
getuleysi eða hljóta ekki fullnægingu
við samfarir, er oft hægt að bæta úr
því.
En þegar svo er komið að alls kl5nar
fúskarar og þorparar eru farnir að
gera sig heimakomna á þessu sviði,
geta afleiðingarnar orðið alvarlegar. I
Bandaríkjunum hefur sérstök nefnd
kannað ástandið í 57 borgum og
orðið margs vísari. Sem dæmi má
nefna:
Ef miðað er við bandaríkst sam-
félag almennt, er um helmingur
allra hjóna óánægt með kynlíf sitt.
Afleiðingin er sú, að sívaxandi fjöldi
fólks leitar til kynlífslækna og margir
greiða stórfé fyrir hjálpina. í mörgum
borgum er gjaldið sem svarar 8
þúsund krónum á klukkustund fyrir
einstakling og miklu meira fyrir
hjón. Sumir kynlífslæknar setja upp
allt að 350 til 400 þúsund krónur
fyrir hálfs mánaðar meðferð fyrir
hjón. Samt kemur það iðulega fyrir,
að kynlífslæknarnir gera aðeins illt
verra. Meðferðin hefur valdið þung-
lyndi, andlegri bilun og hjónaskiln-
uðum.
Læknafélagið í San Antonio i
Texas geymir ógrynni kvörtunarbréfa
frá fólki, sem hefur orðið fyrir
barðinu á þessum svokölluðu kyniífs-
læknum. Mörg bréfanna snerta mann
nokkurn, sem þykist vera doktor í
heimspeki, en einnig sálfræðingur,
félagsráðgjafi og prestur. Hann hefur
þann sið, að sækja samkomur ein-
stæðs fólks, komast í kynni við frá-
skildar konur og telja þær á að reyna
hinar nýju kynlifslækningar hans.
Kunnasti svikahrappurinn af þessu
tagi í San Antonio er semmilega
Donald nokkur Estes, sem hefur
afbrotaferil allt frá 1966. Sérgrein
hans er að stunda ungar, fráskildar
konur, sem eiga i kynlífserfiðieikum.
Meðferð hans er meðal annars fólgin í
því, að láta þær spígspora allsnaktar
fyrir framan aðra viðstadda. Ekki
hefur verið unnt að lögsækja þennan
mann, þar sem engin lög þar vestra
ná yfir atferli hans.
Það er alls staðar sama sagan, allir