Úrval - 01.03.1976, Side 34
32
URVAL
geta kallað sig kynlífslækna og það ná
engin lög yfir þá. Setjum svo, að
einhverjum detti í hug að opna
kynlífslækningastofu, án þess að
hann hafí til þess menntun eða
reynslu. Hann byrjar á því að kaupa
klámkvikmyndir fyrir svo sem 150
þúsund krónur. Síðan auglýsir hann
tveggja daga lækningameðferð fyrir 8
þúsund krónur og fólk kemur til að
horfa á klámmyndirnar. Eftir sýning-
una eru umræður. Einhver biður þá
„lækninn” um einkaviðtal vegna
persónulegs kynlífsvandamáls. Þar
með er svikarinn kominn á græna
grein.
Karlar og konur, sem eiga í
erfiðleikum á kynlífssviðinu, eru oft
auðveld bráð fyrir samviskulausa
þorpara. Ung, ógift kona í New York
skýrði frá því við yfirheyrslu, að
kynlífslæknir hennar hefði haft sam-
farir við hana. Hann hafði haldið því
fram, að það væri eina aðferðin, sem
gæti læknað kyndeyfð hennar. Slíkt
er ekkert einsdæmi og gerist víðar en
í stórborgum.
En jafnvel þó að um sé að ræða
viðurkennda kynlífslækna, þá geta
aðferðir þeirra orðið æði skrítnar
stundum svo ekki sé meira sagt. Einn
slíkur hefur þá öfrávíkjanlegu reglu
að láta sjúklinginn fara úr hverri spjor
þegar hann kemur til meðferðar í
fyrsta skipti. Síðan afklæðist læknir-
inn og leiðir sjúklinginn inn I næsta
herbergi þar sem þeirra bíður ber-
strípuð aðstoðarstúlka. Einnig eru
haldnir hópfundir með sjúklingun-
um, þarsem viðstaddir eru allsnaktir.
Það hefur komið í ljós, að fólk,
sem á í kynlífserfiðleikum, leitar fyrst
til venjulegs læknis, en meinið er að
læknar almennt hafa litla menntun á
því sviði og geta því ekki veitt neina
hjálp að gagni.
Fyrir nokkru fór maður til þvag-
færasérfræðings í San Francisco og
kvartaði undan getuleysi til samfara.
Sérfræðingurinn gaf honum fyrst
fjörgandi lyf, en þegar það reyndist
árangurslaust, tóku við sprautur með
karlhormónum. En hormónagjafirnar
báru ekki heldur árangur og stafaði
það af því, að getuleysi mannsins átti
sér geðrænar en ekki líkamlegar
orsakir. Maðurinn, sem var giftur,
gat ekki haft samfarir við konu sína í
meira en ár. Þá vildi svo til, að
kunningi hans benti honum á reynd-
an og traustan kynlífslækni og eftir
'þrjá mánuði var kynlíf hans orðið
eðlilegt. — Þess eru líka mörg dæmi,
að konur, sem læknar hafa talið vera
með ólæknandi kyndeyfð, hafa hlot-
ið fullan bata hjá kynlífslæknum.
Baráttan gegn svikurum og fúskur-
um á sviði kynlífslækninga er stöðugt
að harðna. Margar leiðir hafa verið
reyndar, en menn eru sammála um
að aðeins cin muni duga: Að löggjlda
starfsemi þessara lækna sem annarra.