Úrval - 01.03.1976, Qupperneq 36
34
LJRVAL
Hinar nýju aðferðir gátu til dæmis
komið að notum við að þróa nýja
sýkla, sem væm með öllu ónæmir
fyrir fúkalyfjum — til þess að komast
að því, hvers vegna sumir sýklar þola
þessi lyf. Ef ekki væri gætt fyllstu
varúðar, gætu þessir sýklar sloppið úr
rannsókanrstofunni og sýkt milljónir
manna af sjúkdómum, sem læknar
réðu ekkert við. Auk þess væri farið
að beita hinum nýju aðferðum í
rannsóknarstofum víða um heim, og
enginn gæti séð fyrir, hvað af þeim
fjölmörgu og margvíslegu tilraunum
mundi hljótast eða hve margar nýjar
lífvemtegundir mundu skapast. Einn
nefndarmanna komst svo að orði, að
hann óttaðist, að kæmlaus vísinda-
maður skolaði tíu milljónum sýkla
niður í skolpræsið án þess að fullvissa
sig um, að þeir væm allir dauðir.
Nefndarmenn vom sammála um, að
aðaláhyggjuefnið væri að nýjar, stór- _
hættulegar sýklategundir slyppu úr
rannsóknarstofum og sköpuðu stór-
kostlega hættu fyrir mannkynið.
Bannið gegn frekari tilraunum á
þessu sviði náðu fram að ganga, ekki
einungis vegna þess að það var
skynsamlegt, heldur líka af því að
nefndina skipuðu mjög þekktir og
virtir vísindamenn. Tilraununum var
ekki aðeins hætt í Bandaríkjunum,
heldur iíka í rannsóknarstofum um
allan heim. Margir háskólar gengu
jafnvel svo langt að heita því að hætta
við allar tilraunir á sviði erfðafræð-
innar.
í febrúar 1975 var haldinn fundur
150 vísindamanna í borginni Asilo-
mar 1 Kalíforníu. Vísindamennirnir
komu saman til að ræða hættuna,
sem stafaði af hinum nýju aðferðum
og hvað til bragðs skyldi taka til að
verjast henni. Eftir miklar og ítarlegar
umræður komst fundurinn að þeirri
niðurstöðu, að réttast væri að taka
upp takmarkaðar tilraunir með
ígræðslu litninganna að nýju, en
undir svo ströngu eftirliti, að helst
mætti líkja við meðferð efnanna, sem
geimfarar komu með frá tunglinu.
Margar hættulegar tilraunir með
iitninga munu hér eftir einungis
verða framkvæmdar á þeim sýklum,
sem ekki geta lifað utan rannsóknar-
stofunnar. Vísindamenn hafa á und-
anförnum árum fundið margar
bakteríutegundir, sem geta ekki lifað
við líkamshita mannsins, og einnig
gerla, sem ekki þrífast á öðmm
næringarefnum en þeim, sem fyrir-
finnast í rannsóknarstofunni. Margar
aðrar varúðarráðstafanir munu verða
gerðar.
Einn nefndarmanna, dr. Berg, sem
tók þátt í Asilomarráðstefnunni seg-
ir, að sá fundur hafi verið fyrsta
sporið til að draga úr áhættunni, en
halda verði áfram á sömu braut, þótt
fara verði hægt í fyrstu.
Uppnámið, sem tilraunirnar með
litninga hafa valdið hefur beint
athygli manna frá þeirri staðreynd,
að hinar nýju aðferðir eru í sjálfu sér
mikið vísindalegt afrek. Þær gætu
orðið til þess að mönnum tækist að
leysa úr flóknustu ráðgátum erfða-