Úrval - 01.03.1976, Page 38

Úrval - 01.03.1976, Page 38
36 ÚRVAL þeirrar skoðunar, að hinar nýju aðferðir muni koma að miklu gagni á sviði læknisfræðinnar innan þriggja til fimm ára. Sérfræðingar eru til dæmis sannfærðir um, að ákveðnir vírusar valdi krabbameini, en þeir vita ekki hvaða hluti vírusins er hér að verki. Vírus er í rauninni ekki annað en stór litningur, og með nákvæmum rannsóknum verður mögulegt að komast að raun um, hvaða hluti þessa litnings er krabba- meinsvaldurinn. Síðan ætti að vera hægt að hefja mótaðgerðir. Hinar nýju aðferðir geta ennfrem- ur valdið byltingu í framleiðslu fúkalyfja og hormóná. Margir sér- fræðingar vona, að þeir geti haldið tilraunastarfinu áfram þrátt fyrir takmarkanirnar, en það er enginn vafi á því að bannið við tilraununum mun hafa mikil áhrif í framtíðinni. Þetta var í fyrsta skipti, sem hópi vísindamanna tekst að stöðva grund- vallarrannsóknir. Það mun verða vitnað til þess atburðar sem stórmerks fordæmis. Vísindamenn munu hér eftir huga betur að því en áður hvaða afleiðingar tilraunir þeirra og upp- götvanir kunna að hafa fyrir þjóð- félagið. * Maðurinn minn, sem er skrifstofustjóri, átti venju fremur erfiðan dag. Einkaritarinn hans hafði sagt upp með aðeins tveggja vikna fyrirvara, kostnaðurinn var kominn fram úr áætlun, loftkælingin var í ólagi og starfsfólkið mætti illa. Þegar maðurinn minn skýrði yfirmanni sínum frá þessu öllu næsta dag, sagði hann: ,,Þetta var langur dagur. Ég fór heim í gærkvöldi og tók til í bílskúrnum í tvo tíma. Ég naut hverrar mínútu við það verk.” Einn af forstjórunum bað vcrksmiðjuverkfræðinginn að gera kostnaðaráætlun um það, hvernig gera mætti ráðstafanir til þess að draga úr tóbaksmekkinum, sem ævinlega grúfði yfir fundarherbergi fyrirtækisins. Verkfræðingurinn gerði athuganir sínar og kom svo með eftirfarandi tillögur og áætlanir: Koma fyrir stærri útsogsviftu og auka afköst hita- og kæli-kerfisins, ásamt því að stækka stokka hita- og kælikerfisins. Áætlaður kostnaður: 444.600 krónur. Annar mögulciki: hcngja upp skilti, scm á stæði ,,Rcykingar b'annaðar.” Áætlaður kostnaður: 510 krónur. J.A.S. Pierre Trudeau, forsætisráðherra Kanada, átti von á gagnrýni fyrir sundlaugina, sem óþckktur velgjörðamaður kostaði við embættisbústað forsætisráðherrans í Ottawa. En til þcss að draga úr gagnrýninni, ákvað hann að sýna sínar bestu hliðar. ,,Þú mátt koma hvenær scm cr til að æfa þig að stinga þér,” sagði hann við stjórnarandstæðinginn Tom Cossit. ,,Alveg sérstaklega áður en vatninu verður hlcypt í.” Sports Illustratcd.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.