Úrval - 01.03.1976, Qupperneq 38
36
ÚRVAL
þeirrar skoðunar, að hinar nýju
aðferðir muni koma að miklu gagni á
sviði læknisfræðinnar innan þriggja
til fimm ára. Sérfræðingar eru til
dæmis sannfærðir um, að ákveðnir
vírusar valdi krabbameini, en þeir
vita ekki hvaða hluti vírusins er hér
að verki. Vírus er í rauninni ekki
annað en stór litningur, og með
nákvæmum rannsóknum verður
mögulegt að komast að raun um,
hvaða hluti þessa litnings er krabba-
meinsvaldurinn. Síðan ætti að vera
hægt að hefja mótaðgerðir.
Hinar nýju aðferðir geta ennfrem-
ur valdið byltingu í framleiðslu
fúkalyfja og hormóná. Margir sér-
fræðingar vona, að þeir geti haldið
tilraunastarfinu áfram þrátt fyrir
takmarkanirnar, en það er enginn
vafi á því að bannið við tilraununum
mun hafa mikil áhrif í framtíðinni.
Þetta var í fyrsta skipti, sem hópi
vísindamanna tekst að stöðva grund-
vallarrannsóknir. Það mun verða
vitnað til þess atburðar sem stórmerks
fordæmis. Vísindamenn munu hér
eftir huga betur að því en áður hvaða
afleiðingar tilraunir þeirra og upp-
götvanir kunna að hafa fyrir þjóð-
félagið.
*
Maðurinn minn, sem er skrifstofustjóri, átti venju fremur erfiðan dag.
Einkaritarinn hans hafði sagt upp með aðeins tveggja vikna fyrirvara,
kostnaðurinn var kominn fram úr áætlun, loftkælingin var í ólagi og starfsfólkið
mætti illa.
Þegar maðurinn minn skýrði yfirmanni sínum frá þessu öllu næsta dag, sagði
hann: ,,Þetta var langur dagur. Ég fór heim í gærkvöldi og tók til í bílskúrnum í
tvo tíma. Ég naut hverrar mínútu við það verk.”
Einn af forstjórunum bað vcrksmiðjuverkfræðinginn að gera kostnaðaráætlun
um það, hvernig gera mætti ráðstafanir til þess að draga úr tóbaksmekkinum,
sem ævinlega grúfði yfir fundarherbergi fyrirtækisins. Verkfræðingurinn gerði
athuganir sínar og kom svo með eftirfarandi tillögur og áætlanir:
Koma fyrir stærri útsogsviftu og auka afköst hita- og kæli-kerfisins, ásamt því
að stækka stokka hita- og kælikerfisins. Áætlaður kostnaður: 444.600 krónur.
Annar mögulciki: hcngja upp skilti, scm á stæði ,,Rcykingar b'annaðar.”
Áætlaður kostnaður: 510 krónur.
J.A.S.
Pierre Trudeau, forsætisráðherra Kanada, átti von á gagnrýni fyrir
sundlaugina, sem óþckktur velgjörðamaður kostaði við embættisbústað
forsætisráðherrans í Ottawa. En til þcss að draga úr gagnrýninni, ákvað hann að
sýna sínar bestu hliðar. ,,Þú mátt koma hvenær scm cr til að æfa þig að stinga
þér,” sagði hann við stjórnarandstæðinginn Tom Cossit. ,,Alveg sérstaklega
áður en vatninu verður hlcypt í.”
Sports Illustratcd.