Úrval - 01.03.1976, Qupperneq 43
MINNSTI MINNIHLUTINN: DVERGARNIR
41
af þessum sökum en orðnir fullorðn-
ir, er ekki hægt að hjálpa, þar sem
vaxtarskeiði þeirra er þá lokið og ekki
unnt að koma því af stað á nýjan leik.
En allt hefur þetta orðið til þess, að
dvergar veigra sér við að gera sér
gyllivonir um læknisfræðina. „Þegar
fólk glápir á okkur — sem það
ævinlega gerir,” segir Charles
Bedow, ,,geri ég ráð fyrir að það sé
fremur af forvitni en nokkru öðru.
Lofum því að glápa. Við verðum að
horfast í augu við fötlun okkar og
bjarga okkur eftir bestu getu.”
Salvador Dali segir, að þegar hann ætli að fá sér svolítinn blund, láti hann
tindisk á gólfið við hliðina á góðum stól. Síðan sest hann á stólinn, lætur
hendina lafa út fyrir og heldur þar á teskeið. Síðan lætur hann sér síga svefn á
brá. Nákvæmlega þegar hann sofnar, dettur skeiðin niður á diskinn, og Dali
hrekkur upp. Hann heldur þvt fram, að hann sé fullkomlega endurnærður af
þeim svefni, sem hann nýtur frá því að teskeiðin fellur úr hendi hans og þar til
hún skellur á disknum.
— Úr Some Must Watch While
Some Must Sleep.
Eitt sinn gerðist það á fjórða júlí (þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna) að Eleanor
Roosevelt hafði sovéska menningarfulltrúann og félaga hans að gestum sínum.
Hún var á leið með þcim í bíl til bókasafnsins, sem ber nafn manns hennar.
Þegar kom að gatnamótum, hindraði hin árlega skrúðganga för þeirra. Frú
Roosevelt sagði síðar þannig frá þessu atviki:
Rússarnir áttu greinilega von á að sjá skrúðgöngu á þessum þjóðhátíðardegi,
sem byggðist upp á því að sýna hernaðarstyrk okkar. Því þegar hópur einkennis-
klæddra manna fór hjá, spurðu þeir:
., H e r ? ”
..Skátar,” svaraði ég.
Annar einkennisklæddur hópur skálmaði hjá.
,.Her?” spurðu rússarnir.
.,Vara-slökkviliðið.” svaraði ég.
Að lokum lór bíll hjá. í honum stóðu fjórir miðaldra. fyrrverandi hermenn,
sem h(")fðu troðið sér í gömlu herbúningana, sem þcir voru í rauninni vaxnir upp
út . En nú var röðin komin að mér.
. .1 ler!” sagði eg roggin.
Ur Tomorrow is now