Úrval - 01.03.1976, Page 46

Úrval - 01.03.1976, Page 46
44 URVAL fyrirlestur. Hann segir við blaða- mann, sem ætlar að eiga við hann blaðaviðtal: ,,Við skulum klifra þarna upp í tréð, þar sem við getum látið fara vel um okkur.” Uppi í greinunum dingluðu tveir bólstraðir hægindastólar. Er Dali með lausa skrúfu í alvöru — eða eru þetta allt saman súrreal- istísk látalæti? Því er vandsvarað, þótt margir hafi reynt. Gagnrýnandinn Winthrop Sargeant skrifaði einu sinni: ,,Það er ekkert óeðlilegt við Dali. Hann er einfaldlega andstæða alls þess, sem kallast eðlilegt.” Það er auðveldara að gera sér grein fyrir listamanninum Dali. Virðuleg söfn hafa viðurkennt hann. Þegar Metropolitan listasafnið í New York eignaðist listaverk hans „Krossfesting (Corpus Hypercubus),” var það sett upp í stóra forsalnum. Francisco Javier Sánchez Cantón, forstjóri Prado-safnsins í Madrid, sem nú er látinn, kallaði Dali „aðdáanlega hefðbundinn og mikinn brautryðj- anda í senn. ” Dali-fyrirbrigðið hófst 11. maí 1904, þegar hann fæddist í spönsku borginni Figureras, skammt frá frönsku landamærunum. Það er dæmigert fyrir Salvador Felipe Jacin- to Dali, að hann heldur því blákalt fram, að hann sé fæddur tveim mánuðum fyrr, því þá hafi honum fæðst hugsun og vitund, sem sjö mánaða gömlu fóstri. (,,Það var hlýtt, það var mjúkt, það var hljótt,” segir hann. ,,Það var paradís.”) Allt fram á þennan dag, hefur hann verið gagntekinn af lífinu fyrir fæðinguna. Hann málar egg, býr til egg, lét meira að segja gera setustofuna sína egglaga. Á fyrstu árum skólagöngunnar mistókst honum flest. En hann lærði að látast og að láta taka eftir sér. Einu sinni kastaði hann sér niður háan stiga, aðeins af því honum datt það í hug. Hann meiddi sig talsvert, en athyglin, sem hann hlaut, bætti það fyllilega upp. Þaðan í frá hópuðust skólafélagarnir að, þegar Dali slangr- aði í áttina að stigabrún. Milli þess, sem hann var að draga að sér athygli annarra, undi hann sér best heima, þar sem hann sat í stóru baðkeri í herbergi, sem einu sinni hafði verið þvottahús. Þar byrjaði hann að teikna og mála — litaspjald- ið var þvottaborð, „striginn” gamlar hattöskjur. Þegar er hann var sjö ára, fór hann sínar eigin leiðir í mynd- tjáningu. Þegar hann síðar gekk á listaskóla 1 Madrid, lér hann sér vaxa sítt hár, sem hann tróð svo undir háan, svartan hatt. („Ég var fyrsta hipp- ið. ”) hann varð sér úti um göngustaf með silfurhnúð. Til þess að mótmæla ráðningu prófessors nokkurs, gekk hann með leikhúslegum tilburðum út úr troðfullum samkomusal skólans og efndi til stúdentauppreisnar. Lögreglan var kölluð til. Dali var vísað úr skóla um sinn og síðan fluttur í fangelsi. Árið eftir var hann endanlega rekinn úr skólanum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.