Úrval - 01.03.1976, Síða 46
44
URVAL
fyrirlestur. Hann segir við blaða-
mann, sem ætlar að eiga við hann
blaðaviðtal: ,,Við skulum klifra
þarna upp í tréð, þar sem við getum
látið fara vel um okkur.” Uppi í
greinunum dingluðu tveir bólstraðir
hægindastólar.
Er Dali með lausa skrúfu í alvöru
— eða eru þetta allt saman súrreal-
istísk látalæti? Því er vandsvarað, þótt
margir hafi reynt. Gagnrýnandinn
Winthrop Sargeant skrifaði einu
sinni: ,,Það er ekkert óeðlilegt við
Dali. Hann er einfaldlega andstæða
alls þess, sem kallast eðlilegt.”
Það er auðveldara að gera sér grein
fyrir listamanninum Dali. Virðuleg
söfn hafa viðurkennt hann. Þegar
Metropolitan listasafnið í New York
eignaðist listaverk hans „Krossfesting
(Corpus Hypercubus),” var það sett
upp í stóra forsalnum. Francisco
Javier Sánchez Cantón, forstjóri
Prado-safnsins í Madrid, sem nú er
látinn, kallaði Dali „aðdáanlega
hefðbundinn og mikinn brautryðj-
anda í senn. ”
Dali-fyrirbrigðið hófst 11. maí
1904, þegar hann fæddist í spönsku
borginni Figureras, skammt frá
frönsku landamærunum. Það er
dæmigert fyrir Salvador Felipe Jacin-
to Dali, að hann heldur því blákalt
fram, að hann sé fæddur tveim
mánuðum fyrr, því þá hafi honum
fæðst hugsun og vitund, sem sjö
mánaða gömlu fóstri. (,,Það var
hlýtt, það var mjúkt, það var hljótt,”
segir hann. ,,Það var paradís.”) Allt
fram á þennan dag, hefur hann verið
gagntekinn af lífinu fyrir fæðinguna.
Hann málar egg, býr til egg, lét
meira að segja gera setustofuna sína
egglaga.
Á fyrstu árum skólagöngunnar
mistókst honum flest. En hann lærði
að látast og að láta taka eftir sér. Einu
sinni kastaði hann sér niður háan
stiga, aðeins af því honum datt það í
hug. Hann meiddi sig talsvert, en
athyglin, sem hann hlaut, bætti það
fyllilega upp. Þaðan í frá hópuðust
skólafélagarnir að, þegar Dali slangr-
aði í áttina að stigabrún.
Milli þess, sem hann var að draga
að sér athygli annarra, undi hann sér
best heima, þar sem hann sat í stóru
baðkeri í herbergi, sem einu sinni
hafði verið þvottahús. Þar byrjaði
hann að teikna og mála — litaspjald-
ið var þvottaborð, „striginn” gamlar
hattöskjur. Þegar er hann var sjö ára,
fór hann sínar eigin leiðir í mynd-
tjáningu.
Þegar hann síðar gekk á listaskóla 1
Madrid, lér hann sér vaxa sítt hár,
sem hann tróð svo undir háan,
svartan hatt. („Ég var fyrsta hipp-
ið. ”) hann varð sér úti um göngustaf
með silfurhnúð. Til þess að mótmæla
ráðningu prófessors nokkurs, gekk
hann með leikhúslegum tilburðum
út úr troðfullum samkomusal skólans
og efndi til stúdentauppreisnar.
Lögreglan var kölluð til. Dali var
vísað úr skóla um sinn og síðan
fluttur í fangelsi. Árið eftir var hann
endanlega rekinn úr skólanum.